Toyota í álið Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2014 09:53 Notkun áls í bílaverksmiðju. Þeim fer fjölgandi bílaframleiðendunum sem smíða bíla sína úr áli til að létta þá. Toyota hefur fram að þessu ekki notað mikið ál í bíla sína en nú verður breyting á. Toyota ætlar að auka notkun sína á áli um 100.000 tonn á ári einungis með því að breyta bílunum Toyota Camry og Lexus RX jeppunum fyrir Bandaríkjamarkað. Þessi notkun gæti aukist mjög ef fleiri bílgerðum verður breytt. Toyota Camry og Lexus RX eru reyndar ekki einu bílgerðirnar frá Toyota sem eru að hluta byggðir úr áli þar sem Toyota hefur til nokkurs tíma notað umtalsvert ál til framleiðslu á Prius tvinnbílnum og Scion FR-S bílnum sem einnig er ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað. Þetta skref Toyota nú er ekki líkt eins afgerandi og Ford tók með því að að smíða Ford F-150 pallbílinn að mestu úr áli, en sá bíll er söluhæsta eina bílgerð í Bandaríkjunum og krefst notkun áls í þann eina bíl mörgum sinnum meira magns en breytingin á Camry og Lexus RX. Það er hinsvegar mikið mál fyrir áliðnaðinn að stærsti bílaframleiðandi í heimi hafi tekið þetta skref til aukinnar notkunar á áli. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent
Þeim fer fjölgandi bílaframleiðendunum sem smíða bíla sína úr áli til að létta þá. Toyota hefur fram að þessu ekki notað mikið ál í bíla sína en nú verður breyting á. Toyota ætlar að auka notkun sína á áli um 100.000 tonn á ári einungis með því að breyta bílunum Toyota Camry og Lexus RX jeppunum fyrir Bandaríkjamarkað. Þessi notkun gæti aukist mjög ef fleiri bílgerðum verður breytt. Toyota Camry og Lexus RX eru reyndar ekki einu bílgerðirnar frá Toyota sem eru að hluta byggðir úr áli þar sem Toyota hefur til nokkurs tíma notað umtalsvert ál til framleiðslu á Prius tvinnbílnum og Scion FR-S bílnum sem einnig er ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað. Þetta skref Toyota nú er ekki líkt eins afgerandi og Ford tók með því að að smíða Ford F-150 pallbílinn að mestu úr áli, en sá bíll er söluhæsta eina bílgerð í Bandaríkjunum og krefst notkun áls í þann eina bíl mörgum sinnum meira magns en breytingin á Camry og Lexus RX. Það er hinsvegar mikið mál fyrir áliðnaðinn að stærsti bílaframleiðandi í heimi hafi tekið þetta skref til aukinnar notkunar á áli.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent