Jeppasýning fór úr böndunum Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2014 10:06 Þrír létust og fjölmargir slösuðust er ökumaður risajeppa missti stjórn á bíl sínum á bílasýningu sem haldin var í Haaksbergen í Hollandi um helgina. Bíllinn ók inn í hóp áhorfenda sem ekki tókst að forða sér frá stjórnlausum bílnum. Ekki er ljóst hvað olli stjórnleysi hans. Eins og í meðfylgjandi myndskeiði sést ekur ofurjeppinn fyrst yfir tylft bíla á sínum stóru dekkjum, en tekur svo krappa beygju í átt að áhorfendaskaranum og ökumanni hans tekst ekki að stöðva bílinn í tæka tíð. Einn hinna látnu var barn en tugir annarra lágu að auki eftir, mismikið slasaðir. Ástæða er til að vara við myndskeiðinu, en þar sést þetta hörmulega óhapp. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent
Þrír létust og fjölmargir slösuðust er ökumaður risajeppa missti stjórn á bíl sínum á bílasýningu sem haldin var í Haaksbergen í Hollandi um helgina. Bíllinn ók inn í hóp áhorfenda sem ekki tókst að forða sér frá stjórnlausum bílnum. Ekki er ljóst hvað olli stjórnleysi hans. Eins og í meðfylgjandi myndskeiði sést ekur ofurjeppinn fyrst yfir tylft bíla á sínum stóru dekkjum, en tekur svo krappa beygju í átt að áhorfendaskaranum og ökumanni hans tekst ekki að stöðva bílinn í tæka tíð. Einn hinna látnu var barn en tugir annarra lágu að auki eftir, mismikið slasaðir. Ástæða er til að vara við myndskeiðinu, en þar sést þetta hörmulega óhapp.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent