Auknar álögur á örorkulífeyrisþega í fjárlagafrumvarpi 2015 Ellen Calmon skrifar 10. september 2014 13:20 Stjórnvöld boða 3,5% hækkun bóta almannatrygginga á sama tíma og áætlanir eru um að hækka matarskattinn í 12% og bæta enn á álögur sjúklinga. Tekjulágir hópar s.s. örorkulífeyrisþegar, þurfa að verja stærri hluta tekna sinna til matarkaupa, en nýlegar rannsóknir hafa sýnt að örorkubætur duga ekki til mannsæmandi framfærslu. Það ætti ekki að þurfa að taka fram að mikill munur er á fjárhagslegum aðstæðum almennings og þessa hóps. Því mun hækkun matarskattarins koma mjög illa við þennan hóp, en ófáir örorkulífeyrisþega eiga hreinlega ekki fyrir mat út mánuðinn. Rannsóknir hafa sýnt að örorkulífeyrisþegar sem eru með skerta starfsgetu, oft vegna heilsubrests, nota heilbrigðiskerfið meira en margur annar. Gjöld fyrir heilbrigðistengda þjónustu hækkuðu á bilinu 4 – 20% í byrjun þessa árs auk þess sem gjaldskrá hins opinbera fyrir rannsóknir og sérfræðiþjónustu hækkaði einnig í júlí síðast liðnum. Til að bæta gráum ofan á svart er í frumvarpinu boðaðar enn frekari hækkanir s.s. með hækkun viðmiðunarfjárhæða í greiðsluþátttökukerfi lyfja. Enn á ný eiga opinber gjöld að hækka umtalsvert meira en bæturnar og eru hækkanir langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans en fjármálaráðherra hafði áður lofað að hækkanir opinberra gjalda ættu ekki að fara yfir 2,5 % verðbólgumarkmiðið. Meiri álögur á sjúklinga hindra enn frekar aðgengi tekjulágra hópa, s.s. örorkulífeyrisþega, að heilbrigðisþjónustu, en rannsóknir hafa sýnt að æ fleiri örorkulífeyrisþegar fresta því að fara til læknis eða fara ekki. Hins vegar tel ég jákvætt að áætlað sé að hækka barnabætur og er það mikilvæg aðgerð fyrir barnafólk með lágar tekjur. Ég minni á að lífeyrisþegar bíða enn leiðréttingu kjaragliðnunar síðustu ára og hvet stjórnvöld til forgangsraða í þágu velferðar og mannréttinda svo fólk búi við viðunandi framfærslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2015 Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld boða 3,5% hækkun bóta almannatrygginga á sama tíma og áætlanir eru um að hækka matarskattinn í 12% og bæta enn á álögur sjúklinga. Tekjulágir hópar s.s. örorkulífeyrisþegar, þurfa að verja stærri hluta tekna sinna til matarkaupa, en nýlegar rannsóknir hafa sýnt að örorkubætur duga ekki til mannsæmandi framfærslu. Það ætti ekki að þurfa að taka fram að mikill munur er á fjárhagslegum aðstæðum almennings og þessa hóps. Því mun hækkun matarskattarins koma mjög illa við þennan hóp, en ófáir örorkulífeyrisþega eiga hreinlega ekki fyrir mat út mánuðinn. Rannsóknir hafa sýnt að örorkulífeyrisþegar sem eru með skerta starfsgetu, oft vegna heilsubrests, nota heilbrigðiskerfið meira en margur annar. Gjöld fyrir heilbrigðistengda þjónustu hækkuðu á bilinu 4 – 20% í byrjun þessa árs auk þess sem gjaldskrá hins opinbera fyrir rannsóknir og sérfræðiþjónustu hækkaði einnig í júlí síðast liðnum. Til að bæta gráum ofan á svart er í frumvarpinu boðaðar enn frekari hækkanir s.s. með hækkun viðmiðunarfjárhæða í greiðsluþátttökukerfi lyfja. Enn á ný eiga opinber gjöld að hækka umtalsvert meira en bæturnar og eru hækkanir langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans en fjármálaráðherra hafði áður lofað að hækkanir opinberra gjalda ættu ekki að fara yfir 2,5 % verðbólgumarkmiðið. Meiri álögur á sjúklinga hindra enn frekar aðgengi tekjulágra hópa, s.s. örorkulífeyrisþega, að heilbrigðisþjónustu, en rannsóknir hafa sýnt að æ fleiri örorkulífeyrisþegar fresta því að fara til læknis eða fara ekki. Hins vegar tel ég jákvætt að áætlað sé að hækka barnabætur og er það mikilvæg aðgerð fyrir barnafólk með lágar tekjur. Ég minni á að lífeyrisþegar bíða enn leiðréttingu kjaragliðnunar síðustu ára og hvet stjórnvöld til forgangsraða í þágu velferðar og mannréttinda svo fólk búi við viðunandi framfærslu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar