Forstjóri Ferrari fær 4 milljarða fyrir að hætta Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 13:02 Luca Montezemolo við Ferrari La Ferrari bíl. Oft á tíðum gefur það meira í aðra hönd að hætta í hárri stöðu en að vera ráðinn í hana. Hér var greint frá því í gær að forstjóri Ferrari hafi hætt í fússi vegna ágreinings við forstjóra Fiat-Chrysler en Fiat-Chrysler á Ferrari. Hann fær greiddar 4.150 milljónir króna við það að stíga úr stóli forstjóra og er bara lítil vorkunn fyrir vikið. Svona greiðslur eru gjarnan kallaðar „golden parachute“, eða gullin fallhlíf og er hugsuð sem umbun fyrir töpuð laun sem annars hefðu fengist með áframhaldandi setu í starfi. Flestir myndu þiggja það að hætta í sínu starfi fyrir slíkar upphæðir. Fráfarandi forstjóri Ferrari, Luca Mentezemolo er orðinn 67 ára og væri því kominn á löglegan ellilífeyrisaldur hérlendis, en með því að þiggja þessa greiðslu lofar hann að keppa ekki við Fiat eða Ferrari til mars árið 2017. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent
Oft á tíðum gefur það meira í aðra hönd að hætta í hárri stöðu en að vera ráðinn í hana. Hér var greint frá því í gær að forstjóri Ferrari hafi hætt í fússi vegna ágreinings við forstjóra Fiat-Chrysler en Fiat-Chrysler á Ferrari. Hann fær greiddar 4.150 milljónir króna við það að stíga úr stóli forstjóra og er bara lítil vorkunn fyrir vikið. Svona greiðslur eru gjarnan kallaðar „golden parachute“, eða gullin fallhlíf og er hugsuð sem umbun fyrir töpuð laun sem annars hefðu fengist með áframhaldandi setu í starfi. Flestir myndu þiggja það að hætta í sínu starfi fyrir slíkar upphæðir. Fráfarandi forstjóri Ferrari, Luca Mentezemolo er orðinn 67 ára og væri því kominn á löglegan ellilífeyrisaldur hérlendis, en með því að þiggja þessa greiðslu lofar hann að keppa ekki við Fiat eða Ferrari til mars árið 2017.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent