Peugeot 308 GT Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 14:16 Peugeot 308 GT. Núverandi bíll ársins er Peugeot 308 og var kjörinn með fáheyrðum yfirburðum fyrr á árinu. Það kemur því vart á óvart að Peugeot vilji fjölga útgáfum þessa bíls og ætlar því að framleiða kraftaútgáfu af bílnum góða sem heita mun Peugeot 308 GT. Hann verður með sömu vél og finnst í Peugeot 208 bílnum, 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem fær þó örlitla aflaukningu og skilar 202 hestöflum. Hún hendir 308 GT bílnum í hundraðið á 7,5 sekúndum. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn 308 bíll, með stífari fjöðrun, stærri bremsum og sportlegri innréttingu. Kaupendur geta valið á milli „sedan“-lags bílsins og langbaksgerð, líkt og Ford býður með Focus ST bíl sinn. Þá verður einnig í boði kröftug dísilútgáfa Peugeot 308 með 177 hestafla vél og 295 pund/feta togi. Er þar ekki ólíkur bíll á ferð og Volkswagen Golf GTD eða nýr Ford Focus diesel. Peugeot 308 GT verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði. Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent
Núverandi bíll ársins er Peugeot 308 og var kjörinn með fáheyrðum yfirburðum fyrr á árinu. Það kemur því vart á óvart að Peugeot vilji fjölga útgáfum þessa bíls og ætlar því að framleiða kraftaútgáfu af bílnum góða sem heita mun Peugeot 308 GT. Hann verður með sömu vél og finnst í Peugeot 208 bílnum, 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem fær þó örlitla aflaukningu og skilar 202 hestöflum. Hún hendir 308 GT bílnum í hundraðið á 7,5 sekúndum. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn 308 bíll, með stífari fjöðrun, stærri bremsum og sportlegri innréttingu. Kaupendur geta valið á milli „sedan“-lags bílsins og langbaksgerð, líkt og Ford býður með Focus ST bíl sinn. Þá verður einnig í boði kröftug dísilútgáfa Peugeot 308 með 177 hestafla vél og 295 pund/feta togi. Er þar ekki ólíkur bíll á ferð og Volkswagen Golf GTD eða nýr Ford Focus diesel. Peugeot 308 GT verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði.
Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent