Jólin eru komin í Rúmfatalagernum Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2014 16:21 Ívar og félagar í Rúmfatalagernum fyrst með jólin þetta árið, og slógu Ikea ref fyrir rass. Jólin eru komin í Rúmfatalagerinn. Verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Korputorgi heitir Ívar Þórður Ívarsson og hann er kominn í sannkallað jólaskap, hress og kátur. „Já, við erum fyrst í ár. Það er klárlega þannig. Við ætlum að stilla þessu vel upp, og selja allar gömlu jólavörurnar með 30 prósenta afslætti,“ segir Ívar. Hann segir fólk almennt taki vel í þetta. „En, þeir eru reyndar til sem vilja halda því fram að þetta sé alltof snemmt og láta mann heyra það,“ segir Ívar og er með athyglisverða kenningu varðandi þá sem vilja nöldra vegna þess að jólin séu kynnt alltof snemma til leiks, og það nú strax í september. „Það eru vanalegast þeir sem mest skammast sem svo versla mest. Ætli maður verði ekki svo að skoða þetta, segja þeir eftir skammirnar og svo kaupa þeir.“ Ívar Þórður segir að fram til þessa og oftast sé Ikea fyrst verslana til að bjóða fram jólavarning en nú sé Rúmfatalagerinn fyrstur. Sem og reyndar í fyrra. „Þjófstarta? Jú, kannski. En, nú verður stutt í að þeir setji allt í gang. Menn eru svekktir og vakna upp við vondan draum! Seinnipartinn í næstu viku verða þeir búnir að setja allt í gang,“ segir Ívar og vísar til þeirra sem versla með jólavarning. „Ég held að við séum sterkust á landinu í jólavörum og fólkið er svo ánægt að koma þegar það er búið að breyta þessu. En, svo erum við líka að hjálpa þeim sem vilja ekki eyða öllum peningunum í desember, heldur mjatla þetta út núna; ljós, seríur og kerti. Lýsir svo skammdegið upp. Ég verð kominn með nýjar vöru 14. næsta mánaðar. Þá verða allar þessar vörur farnar og búið og bless, og þá get ég í góðum „fílíng“ tekið yfirvinnu og breytt búðinni minni í sannkallað jólaland,“ segir Ívar Páll: „Gleðileg jól!“ Og jólin, jólin... þau eru kannski ekki allstaðar, nú þegar septembermánuður er liðlega hálfnaður, en þau eru mætt til leiks í Rúmfatalagernum. Jólafréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Jólin eru komin í Rúmfatalagerinn. Verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Korputorgi heitir Ívar Þórður Ívarsson og hann er kominn í sannkallað jólaskap, hress og kátur. „Já, við erum fyrst í ár. Það er klárlega þannig. Við ætlum að stilla þessu vel upp, og selja allar gömlu jólavörurnar með 30 prósenta afslætti,“ segir Ívar. Hann segir fólk almennt taki vel í þetta. „En, þeir eru reyndar til sem vilja halda því fram að þetta sé alltof snemmt og láta mann heyra það,“ segir Ívar og er með athyglisverða kenningu varðandi þá sem vilja nöldra vegna þess að jólin séu kynnt alltof snemma til leiks, og það nú strax í september. „Það eru vanalegast þeir sem mest skammast sem svo versla mest. Ætli maður verði ekki svo að skoða þetta, segja þeir eftir skammirnar og svo kaupa þeir.“ Ívar Þórður segir að fram til þessa og oftast sé Ikea fyrst verslana til að bjóða fram jólavarning en nú sé Rúmfatalagerinn fyrstur. Sem og reyndar í fyrra. „Þjófstarta? Jú, kannski. En, nú verður stutt í að þeir setji allt í gang. Menn eru svekktir og vakna upp við vondan draum! Seinnipartinn í næstu viku verða þeir búnir að setja allt í gang,“ segir Ívar og vísar til þeirra sem versla með jólavarning. „Ég held að við séum sterkust á landinu í jólavörum og fólkið er svo ánægt að koma þegar það er búið að breyta þessu. En, svo erum við líka að hjálpa þeim sem vilja ekki eyða öllum peningunum í desember, heldur mjatla þetta út núna; ljós, seríur og kerti. Lýsir svo skammdegið upp. Ég verð kominn með nýjar vöru 14. næsta mánaðar. Þá verða allar þessar vörur farnar og búið og bless, og þá get ég í góðum „fílíng“ tekið yfirvinnu og breytt búðinni minni í sannkallað jólaland,“ segir Ívar Páll: „Gleðileg jól!“ Og jólin, jólin... þau eru kannski ekki allstaðar, nú þegar septembermánuður er liðlega hálfnaður, en þau eru mætt til leiks í Rúmfatalagernum.
Jólafréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira