Þrjár milljónir Cruze á 6 árum Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2014 10:15 Svona mun 2015 árgerðin af Cruze líta út. Langsöluhæsti bíll Chevrolet er fólksbíllinn Cruze. Svo vel hefur honum verið tekið um allan heim að sala hans hefur náð þriggja milljón eintaka markinu aðeins 6 árum eftir að framleiðsla hans hófst. Hann er framleiddur í alls 11 löndum og seldur í 118 löndum heims. Sannkallaður heimsbíll hvað þetta varðar. Sala Cruze hefur farið stigvaxandi og síðustu milljón eintök hans hafa selst á aðeins síðustu 16 mánuðum. Kína er stærsti markaður heims fyrir Cruze en alls hafa selst 1,13 milljón eintök hans þar, en 900.000 eintök í heimalandinu Bandaríkjunum. Næsta árgerð bílsins, þ.e. 2015 árgerðin fær andlitslyftingu en ný kynslóð kemur svo af árgerð 2016. Mun bíllinn þá gerbreytast í útlit og verður allur straumlínulagaðri en nú. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent
Langsöluhæsti bíll Chevrolet er fólksbíllinn Cruze. Svo vel hefur honum verið tekið um allan heim að sala hans hefur náð þriggja milljón eintaka markinu aðeins 6 árum eftir að framleiðsla hans hófst. Hann er framleiddur í alls 11 löndum og seldur í 118 löndum heims. Sannkallaður heimsbíll hvað þetta varðar. Sala Cruze hefur farið stigvaxandi og síðustu milljón eintök hans hafa selst á aðeins síðustu 16 mánuðum. Kína er stærsti markaður heims fyrir Cruze en alls hafa selst 1,13 milljón eintök hans þar, en 900.000 eintök í heimalandinu Bandaríkjunum. Næsta árgerð bílsins, þ.e. 2015 árgerðin fær andlitslyftingu en ný kynslóð kemur svo af árgerð 2016. Mun bíllinn þá gerbreytast í útlit og verður allur straumlínulagaðri en nú.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent