„Ég féll niður og þóttist vera dáinn“ 5. september 2014 13:00 Ali Hussein Kadhim sameinaðist fjölskyldu sinni þremur vikum eftir að hann komst á ótrúlegan hátt undan liðsmönnum ISIS Ali Hussein Kadhim, íraskur hermaður og sjíta-múslimi, lifði af á ótrúlegan hátt þegar liðsmenn Íslamska ríkisins, ISIS, drápu hátt í 1700 hermenn í júní sl. í Tikrit í Írak. ISIS eru öfgasamtök súníta-múslima sem hafa á undanförnum mánuðum hertekið stór landsvæði í Írak og Sýrlandi. Meirihluta íbúa Sýrlands eru súnítar en í Írak sjítar. Mikil átök hafa verið í Írak þar sem stjórnarherinn hefur mætt ISIS af mikilli hörku. „Ég var númer fjögur í röðinni í mínum hóp,“ segir Kadhim í viðtali við New York Times. „Þeir skutu þann fremsta og blóðið slettist yfir okkur. Svo skutu þeir næstu tvo, númer tvö og þrjú, og svo var komið að mér. Ég fann skotið fara framhjá mér en ég veit ekkert hvert það fór. Ég féll niður og þóttist einfaldlega hafa verið skotinn.“Synti yfir Tigris-fljót ISIS-liðar áttuðu sig ekki á að þeir hefðu ekki hæft Kadhim. Hann lá á jörðinni í um fjórar klukkustundir, umkringdur líkum, og hélt svo af stað þegar allt var orðið dimmt og hljótt. Hann fór í átt að Tigris-fljóti en yfir það þurfti hann að komast þar sem ISIS-menn ráða lögum og lofum á vesturbakka árinnar þar sem Kadhim var. Kadhim komst ekki yfir Tigris strax. Hann beið á árbakkanum í þrjá daga þar sem fljótið var straumhart og rann í áttina að varðstöð sem ISIS hefur komið upp á ánni. „Þessir þrír dagar voru líkastir helvíti,“ segir Kadhim. Hann át skordýr og plöntur auk þess sem hann hlúði særðum manni sem var í felum á bökkum árinnar, nær dauða en lífi.Meðlimir ISIS hafa hertekið stór svæði í Írak og SýrlandiVísir/GettyFékk hjálp frá súnítum Kadhim komst með herkjum yfir Tigris-fljót en á austurbakkanum voru byggðir súníta-múslima. „Þarna bjuggu heiðarlegir súnítar,“ segir Kadhim. Hann fékk húsaskjól og mat og var í felum í þrjá daga áður en ISIS frétti að hann væri á svæðinu. Þá fór fjölskyldan sem hann dvaldi hjá með hann á brott og með hjálp ókunnugra komst hann loks til fjölskyldu sinnar, þremur vikum eftir blóðbaðið í Tikrit. „Tveggja ára dóttir mín þekkti mig ekki og hljóp í burtu þegar ég birtist. Þá brotnaði ég niður,“ segir Kadhim. Saga Kadhims er einstök þar sem hann er sá eini sem vitað er um að komst lífs af frá Tikrit. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Ali Hussein Kadhim, íraskur hermaður og sjíta-múslimi, lifði af á ótrúlegan hátt þegar liðsmenn Íslamska ríkisins, ISIS, drápu hátt í 1700 hermenn í júní sl. í Tikrit í Írak. ISIS eru öfgasamtök súníta-múslima sem hafa á undanförnum mánuðum hertekið stór landsvæði í Írak og Sýrlandi. Meirihluta íbúa Sýrlands eru súnítar en í Írak sjítar. Mikil átök hafa verið í Írak þar sem stjórnarherinn hefur mætt ISIS af mikilli hörku. „Ég var númer fjögur í röðinni í mínum hóp,“ segir Kadhim í viðtali við New York Times. „Þeir skutu þann fremsta og blóðið slettist yfir okkur. Svo skutu þeir næstu tvo, númer tvö og þrjú, og svo var komið að mér. Ég fann skotið fara framhjá mér en ég veit ekkert hvert það fór. Ég féll niður og þóttist einfaldlega hafa verið skotinn.“Synti yfir Tigris-fljót ISIS-liðar áttuðu sig ekki á að þeir hefðu ekki hæft Kadhim. Hann lá á jörðinni í um fjórar klukkustundir, umkringdur líkum, og hélt svo af stað þegar allt var orðið dimmt og hljótt. Hann fór í átt að Tigris-fljóti en yfir það þurfti hann að komast þar sem ISIS-menn ráða lögum og lofum á vesturbakka árinnar þar sem Kadhim var. Kadhim komst ekki yfir Tigris strax. Hann beið á árbakkanum í þrjá daga þar sem fljótið var straumhart og rann í áttina að varðstöð sem ISIS hefur komið upp á ánni. „Þessir þrír dagar voru líkastir helvíti,“ segir Kadhim. Hann át skordýr og plöntur auk þess sem hann hlúði særðum manni sem var í felum á bökkum árinnar, nær dauða en lífi.Meðlimir ISIS hafa hertekið stór svæði í Írak og SýrlandiVísir/GettyFékk hjálp frá súnítum Kadhim komst með herkjum yfir Tigris-fljót en á austurbakkanum voru byggðir súníta-múslima. „Þarna bjuggu heiðarlegir súnítar,“ segir Kadhim. Hann fékk húsaskjól og mat og var í felum í þrjá daga áður en ISIS frétti að hann væri á svæðinu. Þá fór fjölskyldan sem hann dvaldi hjá með hann á brott og með hjálp ókunnugra komst hann loks til fjölskyldu sinnar, þremur vikum eftir blóðbaðið í Tikrit. „Tveggja ára dóttir mín þekkti mig ekki og hljóp í burtu þegar ég birtist. Þá brotnaði ég niður,“ segir Kadhim. Saga Kadhims er einstök þar sem hann er sá eini sem vitað er um að komst lífs af frá Tikrit.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Óljóst endatafl í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. 11. ágúst 2014 08:35