Tesla reisir risarafhlöðuverksmiðju í Nevada Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 10:33 Teikning af risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada sem veita mun 6.500 manns störf. Rafbílaframleiðandinn Tesla greindi fyrir nokkru frá áformum sínum að reisa risarafhlöðuverksmiðju sem kosta mun 5 milljarða dollara að reisa. Nokkur ríki Bandaríkjanna kepptu um að fá þessa verksmiðju reista í sínu ríki og tók Tesla þá ákvörðun í síðustu viku að reisa verksmiðjuna í Nevada. Tesla fær 1,2 milljarða dollara fyrirgreiðslu frá Nevada til næstu 20 ára í formi skattaafslátta. Tesla reisir þessa verksmiðju í samstarfi við Panasonic sem útvega mun lithium-ion sellurnar í rafhlöðurnar. Tilkoma þessarar risaverksmiðju gerir Tesla kleift að lækka mjög kostnað við framleiðslu þessara rafhlaða og gera bíla Tesla samkeppnishæfari við bíla sem eru með hefðbundnar brunavélar. Framleiðsla á nýjum bíl Tesla, Model 3, veltur mjög á þessari verksmiðju en sá bíll á að verða talsvert ódýrari en núverandi Model S bíll og væntanlegum Model X, fjórhjóladrifnum bíl frá rafbílaframleiðandanum sem kemur á markað seinna á þessu ári. Risarafhlöðuverksmiðjan í Nevada mun á endanum skapa störf fyrir 6.500 manns. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent
Rafbílaframleiðandinn Tesla greindi fyrir nokkru frá áformum sínum að reisa risarafhlöðuverksmiðju sem kosta mun 5 milljarða dollara að reisa. Nokkur ríki Bandaríkjanna kepptu um að fá þessa verksmiðju reista í sínu ríki og tók Tesla þá ákvörðun í síðustu viku að reisa verksmiðjuna í Nevada. Tesla fær 1,2 milljarða dollara fyrirgreiðslu frá Nevada til næstu 20 ára í formi skattaafslátta. Tesla reisir þessa verksmiðju í samstarfi við Panasonic sem útvega mun lithium-ion sellurnar í rafhlöðurnar. Tilkoma þessarar risaverksmiðju gerir Tesla kleift að lækka mjög kostnað við framleiðslu þessara rafhlaða og gera bíla Tesla samkeppnishæfari við bíla sem eru með hefðbundnar brunavélar. Framleiðsla á nýjum bíl Tesla, Model 3, veltur mjög á þessari verksmiðju en sá bíll á að verða talsvert ódýrari en núverandi Model S bíll og væntanlegum Model X, fjórhjóladrifnum bíl frá rafbílaframleiðandanum sem kemur á markað seinna á þessu ári. Risarafhlöðuverksmiðjan í Nevada mun á endanum skapa störf fyrir 6.500 manns.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent