Felix fagnar útgáfu með tónleikum 27. ágúst 2014 19:00 Felix Bergsson sendir nýlega frá sér plötuna Borgin. Mynd/Einkasafn „Við erum að fagna nýju plötunni á tónleikunum og förum yfir hana, ásamt því að leika nokkur lög af fyrri plötunni minni,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Felix Bergsson, en hann heldur útgáfutónleika annað kvöld á Café Rosenberg. Hann sendi frá sér plötu sem ber titilinn Borgin í júlímánuði og inniheldur hún tíu lög. „Ég samdi texta við átta af tíu lögum plötunnar en á henni er að finna lög eftir frábæra lagahöfunda,“ segir Felix. Tónlistarmenn á borð við Eberg, Jón Ólafsson,Sigurð Örn Jónsson og Dr. Gunna eiga lög á plötunni. „Karl Olgeirsson á einnig tvö lög á plötunni og hann verður með mér á tónleikunum annað kvöld, ásamt frábærri hljómsveit,“ bætir Felix við. Ásamt Karli leika þeir Stefán Már Magnússon á gítar, Friðrik Sturluson á bassa og Bassi Ólafsson á trommur. Þá er söngkonan Hildur Vala sérstakur gestur á tónleikunum. Felix hefur í hyggju að kynna plötuna enn frekar með tónleikaferð um landið. „Ég tel það líklegt að ég fari um landið og kynni plötuna en það er þó ekki alveg staðfest hvenær tónleikaferðalagið hefst.“ Felix setti nýtt lag af Borginni í spilun nýlega og heitir það, Gemmér annan séns og er eftir Ottó Tynes og texti eftir Felix. Tónleikarnir annað kvöld hefjast klukkan 21.00 á Café Rosenberg en miðasala fer fram við innganginn. Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við erum að fagna nýju plötunni á tónleikunum og förum yfir hana, ásamt því að leika nokkur lög af fyrri plötunni minni,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Felix Bergsson, en hann heldur útgáfutónleika annað kvöld á Café Rosenberg. Hann sendi frá sér plötu sem ber titilinn Borgin í júlímánuði og inniheldur hún tíu lög. „Ég samdi texta við átta af tíu lögum plötunnar en á henni er að finna lög eftir frábæra lagahöfunda,“ segir Felix. Tónlistarmenn á borð við Eberg, Jón Ólafsson,Sigurð Örn Jónsson og Dr. Gunna eiga lög á plötunni. „Karl Olgeirsson á einnig tvö lög á plötunni og hann verður með mér á tónleikunum annað kvöld, ásamt frábærri hljómsveit,“ bætir Felix við. Ásamt Karli leika þeir Stefán Már Magnússon á gítar, Friðrik Sturluson á bassa og Bassi Ólafsson á trommur. Þá er söngkonan Hildur Vala sérstakur gestur á tónleikunum. Felix hefur í hyggju að kynna plötuna enn frekar með tónleikaferð um landið. „Ég tel það líklegt að ég fari um landið og kynni plötuna en það er þó ekki alveg staðfest hvenær tónleikaferðalagið hefst.“ Felix setti nýtt lag af Borginni í spilun nýlega og heitir það, Gemmér annan séns og er eftir Ottó Tynes og texti eftir Felix. Tónleikarnir annað kvöld hefjast klukkan 21.00 á Café Rosenberg en miðasala fer fram við innganginn.
Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira