Hagnaður Volkswagen minnkar Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2014 14:15 Hinn sjö sæta Volkswagen Crossblue á að hjálpa til við sölu bíla í Bandaríkjunum. Þegar talið hefur verið uppúr buddunum hjá Volkswagen bílfjölskyldunni fyrir annan fjórðung þessa árs kemur í ljós að hagnaður er minni en á sama tíma í fyrra. Helst er um að kenna minnkandi sölu Volkswagen bíla í Bandaríkjunum og óhagstæðri gjaldmiðlaþróun. Hagnaðurinn nú nemur þó 520 milljörðum króna en var 537 milljarðar í fyrra og lækkaði því um 3,1%. Velta Volkswagen minnkaði um 2,2% á þessum þremur mánuðum, frá apríl til júní. Mikið framlag Audi og Porsche til hagnaðar samsteypunnar bjargaði því þó að hagnaðarminnkunin var ekki meiri. Sala Volkswagen bíla í Bandaríkjunum minnkaði um 15%, en jókst um 23% hjá Audi en góður vöxtur Porsche, Bentley og Lamborghini vestanhafs vóg upp lélegt gengi Volkswagen þar. Öðru máli gengdi um sölu Volkswagen bíla í Kína en þar er vöxturinn í sölu svo góður að hann nær að vega upp dræma sölu í Bandaríkjunum og því mun markmið Volkswagen að ná 10 milljón bíla sölu í ár líklega ganga eftir. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þegar talið hefur verið uppúr buddunum hjá Volkswagen bílfjölskyldunni fyrir annan fjórðung þessa árs kemur í ljós að hagnaður er minni en á sama tíma í fyrra. Helst er um að kenna minnkandi sölu Volkswagen bíla í Bandaríkjunum og óhagstæðri gjaldmiðlaþróun. Hagnaðurinn nú nemur þó 520 milljörðum króna en var 537 milljarðar í fyrra og lækkaði því um 3,1%. Velta Volkswagen minnkaði um 2,2% á þessum þremur mánuðum, frá apríl til júní. Mikið framlag Audi og Porsche til hagnaðar samsteypunnar bjargaði því þó að hagnaðarminnkunin var ekki meiri. Sala Volkswagen bíla í Bandaríkjunum minnkaði um 15%, en jókst um 23% hjá Audi en góður vöxtur Porsche, Bentley og Lamborghini vestanhafs vóg upp lélegt gengi Volkswagen þar. Öðru máli gengdi um sölu Volkswagen bíla í Kína en þar er vöxturinn í sölu svo góður að hann nær að vega upp dræma sölu í Bandaríkjunum og því mun markmið Volkswagen að ná 10 milljón bíla sölu í ár líklega ganga eftir.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira