Facebook býður upp á fría internettengingu Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 31. júlí 2014 12:44 Mark Zuckerberg, stofnandi fyrirtækisins, vill veftengja heiminn. Vísir/AP Í dag kynnti Facebook til leiks nýtt app fyrir Zambíubúa sem gerir hverjum sem er kleift að nota veraldarvefinn gjaldfrjálst. Frá þessu er sagt í frétt PC World. Appið er hluti af "Internet.org" verkefni fyrirtækisins, en það miðar að því að færa þeim 60% heimsins sem ekki hafa nettengingu aðgang að vefnum. Með appinu geta notendur nýtt sér ákveðnar heilsu-, atvinnu- og upplýsingaþjónustur, eins og Google, Wikipedia, og Accuweather. Einnig munu notendur hafa aðgang að zambískri atvinnuleitarsíðu og forriti sem inniheldur upplýsingar um kvenréttindi. Að sjálfsögðu mun þjónustan bjóða notendum frítt upp á aðgang að Facebook og Facebook Messenger, skilaboðaforriti fyrirtækisins. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband þar sem Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, útskýrir verkefnið. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í dag kynnti Facebook til leiks nýtt app fyrir Zambíubúa sem gerir hverjum sem er kleift að nota veraldarvefinn gjaldfrjálst. Frá þessu er sagt í frétt PC World. Appið er hluti af "Internet.org" verkefni fyrirtækisins, en það miðar að því að færa þeim 60% heimsins sem ekki hafa nettengingu aðgang að vefnum. Með appinu geta notendur nýtt sér ákveðnar heilsu-, atvinnu- og upplýsingaþjónustur, eins og Google, Wikipedia, og Accuweather. Einnig munu notendur hafa aðgang að zambískri atvinnuleitarsíðu og forriti sem inniheldur upplýsingar um kvenréttindi. Að sjálfsögðu mun þjónustan bjóða notendum frítt upp á aðgang að Facebook og Facebook Messenger, skilaboðaforriti fyrirtækisins. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband þar sem Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, útskýrir verkefnið.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira