Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2014 16:40 Davíð Aron var í fríi með Lindu konu sinni og tveimur dætrum. Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. Engan flugvirkja var að finna og því líkur á að allir hundrað og áttatíu farþegar vélarinnar þyrftu að fara á hótel þar til búið væri að finna lausn á bilun vélarinnar. Davíð er flugvirki að mennt og greip því til sinna ráða, sýndi fram á réttindi sín og lagaði vélina á örskotsstundu. „Ég ræddi við flugmanninn og hann setti mig í samband við flugvirkja þeirra sem er með aðsetur í Stokkhólmi. Bilunin var rakin til „starter valve“ sem opnaðist ekki, en hlutverk þess er að hleypa lofti að startaranum til að ræsa hreyfilinn. Sú aðgerð er einföld og tók mig um þrjátíu mínútur,“ segir Davíð. Davíð var á ferðalagi með konu sinni, dætrum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Hann segir bilunina hafa verið smávægilega og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Eftir þessa viðgerð tóku flugmennirnir test í samræmi við handbækur og vélin var komin í lag. Það var aldrei nein hætta á ferð og öryggi farþega var aldrei í hættu, enda hefði vélin aldrei farið í loftið ef allt hefði ekki verið 100%.“ Flugvélin var því einungis klukkustund á eftir áætlun þegar hún lenti á Keflavíkurflugvelli. „Flugfreyjan tilkynnti öllum um borð að einn af farþegunum hefði haft þekkingu og færni til að laga vélina og koma okkur heim,“ segir Davíð, sem hlaut mikið lófaklapp frá þakklátum farþegum vélarinnar. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. Engan flugvirkja var að finna og því líkur á að allir hundrað og áttatíu farþegar vélarinnar þyrftu að fara á hótel þar til búið væri að finna lausn á bilun vélarinnar. Davíð er flugvirki að mennt og greip því til sinna ráða, sýndi fram á réttindi sín og lagaði vélina á örskotsstundu. „Ég ræddi við flugmanninn og hann setti mig í samband við flugvirkja þeirra sem er með aðsetur í Stokkhólmi. Bilunin var rakin til „starter valve“ sem opnaðist ekki, en hlutverk þess er að hleypa lofti að startaranum til að ræsa hreyfilinn. Sú aðgerð er einföld og tók mig um þrjátíu mínútur,“ segir Davíð. Davíð var á ferðalagi með konu sinni, dætrum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Hann segir bilunina hafa verið smávægilega og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Eftir þessa viðgerð tóku flugmennirnir test í samræmi við handbækur og vélin var komin í lag. Það var aldrei nein hætta á ferð og öryggi farþega var aldrei í hættu, enda hefði vélin aldrei farið í loftið ef allt hefði ekki verið 100%.“ Flugvélin var því einungis klukkustund á eftir áætlun þegar hún lenti á Keflavíkurflugvelli. „Flugfreyjan tilkynnti öllum um borð að einn af farþegunum hefði haft þekkingu og færni til að laga vélina og koma okkur heim,“ segir Davíð, sem hlaut mikið lófaklapp frá þakklátum farþegum vélarinnar.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira