Nýr iPhone verður með stærri skjá Randver Kári Randversson skrifar 22. júlí 2014 12:31 Ný gerð iPhone verður hugsanlega með stærri skjá en iPhone 5S. Vísir/Getty Images Apple mun að líkindum kynna til sögunnar á þessu ári tvær nýjar gerðir iPhone, sem verða stærri en fyrri útgáfur snjallsímans vinsæla. Nýju útgáfurnar verða framleiddar í stærra upplagi en nokkru sinni fyrr. Nýju iPhone-símarnir verða með stærri skjá en þær útgáfur sem fyrir eru á markaði, þar sem önnur verður með 4,7 tommu skjá og hin með 5,5 tommu skjá. en iPhone 4S og eldri útgáfur voru aðeins með 3,5 tommu skjá. Skjárinn var lengdur fyrir iPhone 5 en ekki breikkaður. Á vef Telepgraph kemur fram að Apple hafi lagt inn pantanir hjá framleiðsluaðilum sínum í Asíu upp á um 70 til 80 milljón eintök af nýju símunum, en snjallsímar fyrirtækisins hafa ekki verið framleiddir í jafn stóru byrjunarupplagi áður. Til samanburðar voru iPhone 5S og 5C framleiddir í 50 til 60 milljón eintökum þegar þeir komu fyrst út á síðasta ári. Helsti samkeppnisaðili Apple á snjallsímamarkaðnum, Samsung, bíður upp á marga möguleika af skjástærð, þar á meðal Galaxy Mega, sem er með 6,3 tommu skjá. Apple hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint við kröfum notenda um stærri skjái á snjallsímum. Samsung hefur nú nýtt sér þetta og gerir í nýjustu auglýsingu sinni grín að Apple. Þar er því haldið fram að iPhone-eigendur séu haldnir „skjáröfund“ (e. screen envy) gagnvart Samsung-notendum. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Apple mun að líkindum kynna til sögunnar á þessu ári tvær nýjar gerðir iPhone, sem verða stærri en fyrri útgáfur snjallsímans vinsæla. Nýju útgáfurnar verða framleiddar í stærra upplagi en nokkru sinni fyrr. Nýju iPhone-símarnir verða með stærri skjá en þær útgáfur sem fyrir eru á markaði, þar sem önnur verður með 4,7 tommu skjá og hin með 5,5 tommu skjá. en iPhone 4S og eldri útgáfur voru aðeins með 3,5 tommu skjá. Skjárinn var lengdur fyrir iPhone 5 en ekki breikkaður. Á vef Telepgraph kemur fram að Apple hafi lagt inn pantanir hjá framleiðsluaðilum sínum í Asíu upp á um 70 til 80 milljón eintök af nýju símunum, en snjallsímar fyrirtækisins hafa ekki verið framleiddir í jafn stóru byrjunarupplagi áður. Til samanburðar voru iPhone 5S og 5C framleiddir í 50 til 60 milljón eintökum þegar þeir komu fyrst út á síðasta ári. Helsti samkeppnisaðili Apple á snjallsímamarkaðnum, Samsung, bíður upp á marga möguleika af skjástærð, þar á meðal Galaxy Mega, sem er með 6,3 tommu skjá. Apple hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint við kröfum notenda um stærri skjái á snjallsímum. Samsung hefur nú nýtt sér þetta og gerir í nýjustu auglýsingu sinni grín að Apple. Þar er því haldið fram að iPhone-eigendur séu haldnir „skjáröfund“ (e. screen envy) gagnvart Samsung-notendum.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira