Rafmynt er ekki ólögleg á Íslandi Hilmar Jónsson skrifar 22. júlí 2014 15:33 Hvort kemur á undan, hænan eða hænsnabúrið? Rafmynt (e. Cryptocurrency) hefur verið mikið í umræðunni hjá löggjafarvaldinu í heiminum upp á síðkastið. Umræðan hefur snúist um hvort og hvernig eigi að búa til lög um rafmyntina og hvort einhver lög sem séu nú þegar til staðar gildi um hana.Nýtt fyrirbæri Greinarhöfundur álítur rafmyntina vera nýtt fyrirbæri sem þurfi að laga lögin að. Ef upp kæmi dómsmál um rafmynt á Íslandi og dæmt væri eftir núverandi kerfi gæti tekið langan tíma að laga fordæmi sem það myndi gefa. Þannig gæti rafmynt orðið gjörsamlega ónothæf þangað til heildarlög koma á Íslandi.Seðlabanki Íslands segir bíddu Í yfirlýsingu sem Seðlabanki Íslands sendi frá sér um rafmynt er tekið fram að verið sé að vinna að lausn á lagalegri óvissu á vettvangi ESB. Sú lausn myndi felast í breytingum á samevrópsku regluverki. Þetta þýðir það að rafmynt fengi sennilega sömu stöðu hér og í ESB. Seðlabanki Íslands er þannig búinn að gefa út að hann ætli ekki að eiga frumkvæði að því að búa til reglur um rafmynt á Íslandi.Ekkert ólöglegt við rafmynt Yfirlýsingar Seðlabankans vara við viðskiptum með rafmynt vegna gengisáhættu og skorti á lagalegri vernd neytenda. Á Íslandi er hins vegar löglegt að kaupa, selja og gefa rafmynt að vild en gjaldeyrishöftin takmarka flutning á eignum á milli landa og þannig viðskipti með rafmynt á milli landa. Þannig má í dag versla með rafmynt innan landssteinanna og nota sem greiðslumiðil að vild.Íslensk sprotafyrirtæki í vanda Nokkur íslensk frumkvöðlafyrirtæki vinna með rafmynt. Í sumum tilvikum bindur lagalega óvissan þessi fyrirtæki. Einhver þeirra hafa íhugað að skrá sig erlendis en eitt þeirra er nú þegar farið. Rafmyntin er ný tækni og vinna með hana á heima í sprotafyrirtækjum sem geta aðlagað sig hratt að kerfi sem er í stöðugri þróun. Rafmyntin hefur marga kosti umfram hefðbundna gjaldmiðla og það er hugsanlegt að bitcoin, sem er mest notaða rafmyntin, sé gjaldmiðill framtíðarinnar. Þannig er nauðsynlegt að fyrirtæki fái frelsi til að vinna með hana strax og prófa sig áfram.Dell, Newegg og Overstock taka öll við bitcoin Bitcoin er kominn á annað stig erlendis. Stórfyrirtæki eru byrjuð að taka við greiðslum í bitcoin en þau gefa jafnvel afslætti gegn því að greiða með rafmynt. Ísland situr eftir því umræðan hér hefur verið neikvæðari en annars staðar sem hefur latt marga til að stofna fyrirtæki hér.Hænsnabúrið er ekki komið Við erum heppin að búa á Íslandi. Við lifum í samfélagi þar sem allt sem er ekki bannað er leyft. Það var skotið af byssu á Íslandi áður en það var til bókstafur í lögum um það. Bíllinn var fluttur til landsins áður en umferðareglurnar komu og menn byrjuðu að hjóla áður en hjálmurinn varð að skyldu. Á sama hátt er rafmyntin notuð í dag á meðan við bíðum eftir reglum. Við ættum bara að muna að í þessu umhverfi er mikilvægt að vanda sig og taka upp góðar venjur til að hvetja til heilbrigðrar lagasetningar í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafmyntir Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Hvort kemur á undan, hænan eða hænsnabúrið? Rafmynt (e. Cryptocurrency) hefur verið mikið í umræðunni hjá löggjafarvaldinu í heiminum upp á síðkastið. Umræðan hefur snúist um hvort og hvernig eigi að búa til lög um rafmyntina og hvort einhver lög sem séu nú þegar til staðar gildi um hana.Nýtt fyrirbæri Greinarhöfundur álítur rafmyntina vera nýtt fyrirbæri sem þurfi að laga lögin að. Ef upp kæmi dómsmál um rafmynt á Íslandi og dæmt væri eftir núverandi kerfi gæti tekið langan tíma að laga fordæmi sem það myndi gefa. Þannig gæti rafmynt orðið gjörsamlega ónothæf þangað til heildarlög koma á Íslandi.Seðlabanki Íslands segir bíddu Í yfirlýsingu sem Seðlabanki Íslands sendi frá sér um rafmynt er tekið fram að verið sé að vinna að lausn á lagalegri óvissu á vettvangi ESB. Sú lausn myndi felast í breytingum á samevrópsku regluverki. Þetta þýðir það að rafmynt fengi sennilega sömu stöðu hér og í ESB. Seðlabanki Íslands er þannig búinn að gefa út að hann ætli ekki að eiga frumkvæði að því að búa til reglur um rafmynt á Íslandi.Ekkert ólöglegt við rafmynt Yfirlýsingar Seðlabankans vara við viðskiptum með rafmynt vegna gengisáhættu og skorti á lagalegri vernd neytenda. Á Íslandi er hins vegar löglegt að kaupa, selja og gefa rafmynt að vild en gjaldeyrishöftin takmarka flutning á eignum á milli landa og þannig viðskipti með rafmynt á milli landa. Þannig má í dag versla með rafmynt innan landssteinanna og nota sem greiðslumiðil að vild.Íslensk sprotafyrirtæki í vanda Nokkur íslensk frumkvöðlafyrirtæki vinna með rafmynt. Í sumum tilvikum bindur lagalega óvissan þessi fyrirtæki. Einhver þeirra hafa íhugað að skrá sig erlendis en eitt þeirra er nú þegar farið. Rafmyntin er ný tækni og vinna með hana á heima í sprotafyrirtækjum sem geta aðlagað sig hratt að kerfi sem er í stöðugri þróun. Rafmyntin hefur marga kosti umfram hefðbundna gjaldmiðla og það er hugsanlegt að bitcoin, sem er mest notaða rafmyntin, sé gjaldmiðill framtíðarinnar. Þannig er nauðsynlegt að fyrirtæki fái frelsi til að vinna með hana strax og prófa sig áfram.Dell, Newegg og Overstock taka öll við bitcoin Bitcoin er kominn á annað stig erlendis. Stórfyrirtæki eru byrjuð að taka við greiðslum í bitcoin en þau gefa jafnvel afslætti gegn því að greiða með rafmynt. Ísland situr eftir því umræðan hér hefur verið neikvæðari en annars staðar sem hefur latt marga til að stofna fyrirtæki hér.Hænsnabúrið er ekki komið Við erum heppin að búa á Íslandi. Við lifum í samfélagi þar sem allt sem er ekki bannað er leyft. Það var skotið af byssu á Íslandi áður en það var til bókstafur í lögum um það. Bíllinn var fluttur til landsins áður en umferðareglurnar komu og menn byrjuðu að hjóla áður en hjálmurinn varð að skyldu. Á sama hátt er rafmyntin notuð í dag á meðan við bíðum eftir reglum. Við ættum bara að muna að í þessu umhverfi er mikilvægt að vanda sig og taka upp góðar venjur til að hvetja til heilbrigðrar lagasetningar í framtíðinni.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar