Þrýstingur eykst um að friður komist á Linda Blöndal skrifar 22. júlí 2014 19:05 Mikill alþjóðlegur þrýstingur er nú á Ísraelsstjórn og Hamas um að semja frið og hefur Bandaríkjastjórn blandað sér mjög ákveðið í málið í tilraunum til að stöðva stríðið. Enn falla óbreyttir á Gaza. Amnesty krefst rannsóknar Fallnir nálgast sex hundruð og særðir eru rúmlega 3600, segja heilbrigðisyfirvöld á Gaza. Hermenn Ísraels sem hafa látið lífið í átökum við Hamas fjölgar og eru orðnir 27. Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir. Snemma í morgun urðu nokkrar moskur fyrir loftárás og mikið áfall varð þegar árás eyðilagði vatnsleiðslur á Gaza Leiðtogar Bandaríkjanna og Arabaríkja funda John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna ræddu saman í dag til Kaíró í Egyptalandi og beindu báðir skilaboðum sínum sérstaklega til Hamas um að samþykkja vopnahlé. Nabil al-Arabi, leiðtogi Arababandalagsins gerir hið sama en hernaðararmur Hamas hafnaði tillögu Egypta í liðinni viku um slíkt þar sem það myndi innsigla algeran ósigur gagnvart Ísraelum auk þess sem Hamas hefur sett skilyrði um frelsun fanga fyrir vopnahlé. Hernaðararmur Hamas ber ekki traust til Egypta sem milliliðs til að semja um frið. Bandaríkjastjórn ákvað að veita rúmlega 5 milljörðum króna til neyðaraðstoðar á Gaza. Hún hefur einnig sent einn helsta samningamann sinn til Cairo þar sem hann mun næstu daga ræða við ráðamenn og Nabil al-Arabi, leiðtoga Arababandalagsins en Kerry ræddi við hann strax í dag. Hamas meðal verstu hryðjuverkasamtaka segir Netanyahu Ban Ki Moon fór hins vegar í dag til Ísraels til fundar við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og ráðamenn Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ban Ki Moon hefur sagt að nauðsynlegt sé að létta á hömlum gagnvart Gazabúum. Hann sagði að horfa þyrfti dýpra á vandann, hann bað stríðandi fylkingar að hætta að berjast og tala saman. Netanyahu líkti Hamas við verstu hryðuverkasamtök heims eins og Isis, A l-Qaida og Boko Haram. Fleiri erlend stjórnvöld voru í dag hvött til að beita sér og Palestínumenn í Berlín fóru til að mynda út á götu og hvöttu stjórnvöld landsins til að styðja þá. Á meðan var á Vesturbakkanum haldin táknræn minningarathöfn en þar er farið að örla á vaxandi spennu milli Ísraels og Palestínumanna. Gasa Mið-Austurlönd Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira
Mikill alþjóðlegur þrýstingur er nú á Ísraelsstjórn og Hamas um að semja frið og hefur Bandaríkjastjórn blandað sér mjög ákveðið í málið í tilraunum til að stöðva stríðið. Enn falla óbreyttir á Gaza. Amnesty krefst rannsóknar Fallnir nálgast sex hundruð og særðir eru rúmlega 3600, segja heilbrigðisyfirvöld á Gaza. Hermenn Ísraels sem hafa látið lífið í átökum við Hamas fjölgar og eru orðnir 27. Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir. Snemma í morgun urðu nokkrar moskur fyrir loftárás og mikið áfall varð þegar árás eyðilagði vatnsleiðslur á Gaza Leiðtogar Bandaríkjanna og Arabaríkja funda John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna ræddu saman í dag til Kaíró í Egyptalandi og beindu báðir skilaboðum sínum sérstaklega til Hamas um að samþykkja vopnahlé. Nabil al-Arabi, leiðtogi Arababandalagsins gerir hið sama en hernaðararmur Hamas hafnaði tillögu Egypta í liðinni viku um slíkt þar sem það myndi innsigla algeran ósigur gagnvart Ísraelum auk þess sem Hamas hefur sett skilyrði um frelsun fanga fyrir vopnahlé. Hernaðararmur Hamas ber ekki traust til Egypta sem milliliðs til að semja um frið. Bandaríkjastjórn ákvað að veita rúmlega 5 milljörðum króna til neyðaraðstoðar á Gaza. Hún hefur einnig sent einn helsta samningamann sinn til Cairo þar sem hann mun næstu daga ræða við ráðamenn og Nabil al-Arabi, leiðtoga Arababandalagsins en Kerry ræddi við hann strax í dag. Hamas meðal verstu hryðjuverkasamtaka segir Netanyahu Ban Ki Moon fór hins vegar í dag til Ísraels til fundar við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og ráðamenn Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ban Ki Moon hefur sagt að nauðsynlegt sé að létta á hömlum gagnvart Gazabúum. Hann sagði að horfa þyrfti dýpra á vandann, hann bað stríðandi fylkingar að hætta að berjast og tala saman. Netanyahu líkti Hamas við verstu hryðuverkasamtök heims eins og Isis, A l-Qaida og Boko Haram. Fleiri erlend stjórnvöld voru í dag hvött til að beita sér og Palestínumenn í Berlín fóru til að mynda út á götu og hvöttu stjórnvöld landsins til að styðja þá. Á meðan var á Vesturbakkanum haldin táknræn minningarathöfn en þar er farið að örla á vaxandi spennu milli Ísraels og Palestínumanna.
Gasa Mið-Austurlönd Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira