Verulegar launahækkanir í samfélaginu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júlí 2014 11:44 vísir/valli „Það eru verulegar launahækkanir og launaskrið í samfélaginu, tekjur eru að hækka, en það sem er þó mest áberandi er að í þessum flokkum hafa forstjórarnir bætt verulega við sig miðað við á síðasta ári,“ segir Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar. Forstjórar hafa hækkað um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði að meðaltali, eða um 3,6 milljónir á ári samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Laun forstjóra eru að jafnaði 2,6 milljónir á mánuði og ef miðað er við síðustu tvö ár er þetta um fjögur hundruð þúsund króna hækkun á mánuði á milli ára. Sjómenn eru á svipað háum tekjum og forstjórar með 2,5 milljónir á mánuði, sem er sama fjárhæð og á síðasta ári. Þá hafa næstráðendur tekið stökk á milli ára og hækkað um sex hundruð þúsund á meðaltali á mánuði með 2,2 milljónir að jafnaði á ári. Meðallaun næstráðenda var á síðasta ári 1,6 milljón króna. Jakob Óskar Sigurðsson forstjóri Promens er tekjuhæsti forstjóri landsins með 11.496 milljónir króna á mánuði og næsthæstur er Jón Guðmann Pétursson fyrrverandi forstjóri Hampiðjunnar með 11.117 milljónir króna á mánuði. Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðasviðs Samherja er efstur á lista næstráðenda með 17.725 þúsund og jafnframt tekjuhæsti einstaklingur landsins. Í blaðinu eru birtar eru tekjur rúmlega 3.500 Íslendinga og um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013, og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
„Það eru verulegar launahækkanir og launaskrið í samfélaginu, tekjur eru að hækka, en það sem er þó mest áberandi er að í þessum flokkum hafa forstjórarnir bætt verulega við sig miðað við á síðasta ári,“ segir Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar. Forstjórar hafa hækkað um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði að meðaltali, eða um 3,6 milljónir á ári samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Laun forstjóra eru að jafnaði 2,6 milljónir á mánuði og ef miðað er við síðustu tvö ár er þetta um fjögur hundruð þúsund króna hækkun á mánuði á milli ára. Sjómenn eru á svipað háum tekjum og forstjórar með 2,5 milljónir á mánuði, sem er sama fjárhæð og á síðasta ári. Þá hafa næstráðendur tekið stökk á milli ára og hækkað um sex hundruð þúsund á meðaltali á mánuði með 2,2 milljónir að jafnaði á ári. Meðallaun næstráðenda var á síðasta ári 1,6 milljón króna. Jakob Óskar Sigurðsson forstjóri Promens er tekjuhæsti forstjóri landsins með 11.496 milljónir króna á mánuði og næsthæstur er Jón Guðmann Pétursson fyrrverandi forstjóri Hampiðjunnar með 11.117 milljónir króna á mánuði. Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðasviðs Samherja er efstur á lista næstráðenda með 17.725 þúsund og jafnframt tekjuhæsti einstaklingur landsins. Í blaðinu eru birtar eru tekjur rúmlega 3.500 Íslendinga og um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013, og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira