Fordæmir allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu Atli Ísleifsson skrifar 12. júlí 2014 15:38 Utanríkisráðherra segir að það verði að finna friðsamlega lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna og hún felst í tveggja ríkja lausninni. Vísir/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst yfir þungum áhyggjum af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs og harmar að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gaza. "Ég fordæmi allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það er skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gaza sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verður árásum á Ísrael að linna þegar í stað" segir Gunnar Bragi í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi segir það mikið áhyggjuefni að tilraunir til að lægja öldurnar hafi enn sem komið er engan árangur borið. Báðir deiluaðilar beri ábyrgð og verði að vinna að því að stilla til friðar en ábyrgð Ísraels, sem hefur yfirgnæfandi hernaðarmátt, er sérstaklega mikil eins og tölur um fjölda fallinna borgara á Gaza sanna. "Það verður að finna friðsamlega lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna og hún felst í tveggja ríkja lausninni. Nú hefur enn og aftur komið hörmulegt bakslag í tilraunir til leysa þessa áratuga löngu deilu. Þá vekur það áhyggjur hve öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er vanmáttugt til að takast á við þennan ófrið. Ég tel afar brýnt að öryggisráðið beiti sér af fullum þunga í málinu" segir utanríkisráðherra. Gasa Tengdar fréttir Hrikalegt ástand á Gazaströndinni Sextán Palestínumenn hið minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í nótt og hafa nú utanríkisráðherrar arabaríkja ákveðið að boða til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gazaströndinni. 12. júlí 2014 13:31 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst yfir þungum áhyggjum af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs og harmar að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gaza. "Ég fordæmi allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það er skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gaza sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verður árásum á Ísrael að linna þegar í stað" segir Gunnar Bragi í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi segir það mikið áhyggjuefni að tilraunir til að lægja öldurnar hafi enn sem komið er engan árangur borið. Báðir deiluaðilar beri ábyrgð og verði að vinna að því að stilla til friðar en ábyrgð Ísraels, sem hefur yfirgnæfandi hernaðarmátt, er sérstaklega mikil eins og tölur um fjölda fallinna borgara á Gaza sanna. "Það verður að finna friðsamlega lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna og hún felst í tveggja ríkja lausninni. Nú hefur enn og aftur komið hörmulegt bakslag í tilraunir til leysa þessa áratuga löngu deilu. Þá vekur það áhyggjur hve öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er vanmáttugt til að takast á við þennan ófrið. Ég tel afar brýnt að öryggisráðið beiti sér af fullum þunga í málinu" segir utanríkisráðherra.
Gasa Tengdar fréttir Hrikalegt ástand á Gazaströndinni Sextán Palestínumenn hið minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í nótt og hafa nú utanríkisráðherrar arabaríkja ákveðið að boða til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gazaströndinni. 12. júlí 2014 13:31 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Hrikalegt ástand á Gazaströndinni Sextán Palestínumenn hið minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í nótt og hafa nú utanríkisráðherrar arabaríkja ákveðið að boða til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gazaströndinni. 12. júlí 2014 13:31