Yfirburðirnir að taka enda? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júlí 2014 10:45 Grigor Dimitrov eftir sigurinn á Andy Murray, til hægri, í vikunni. Vísir/Getty Undanúrslitin í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis fara fram í dag en sýnt verður beint frá þeim á Stöð 2 Sport. Novak Djokovic, næstefsti maður heimslistans, ríður á vaðið gegn Búlgaranum Grigor Dimitrov og hefst viðureign þeirra klukkan 12.00. Að henni lokinni hefst leikur Roger Federer, sjöföldum Wimbledon-meistara, gegn Milos Ranoic. Sjálfsagt reikna flestir með því að Djokovic og Federer vinni viðureigninar næsta auðveldlega enda hafa yfirburðir þeirra, ásamt þeim Rafael Nadal og Andy Murray, verið slíkir undanfarin ár. Þessir fjórir hafa unnið öll risamót frá Opna franska meistaramótinu árið 2005 nema tvö - samtals 35 af 37 mótum. Juan Martin del Potro vann Opna bandaríska mótið árið 2009 og Stanislas Wawrinka Opna ástralska fyrr á þessu ári. Það er allt og sumt. Hins vegar er margt sem bendir til þess að yfirburðir þessara fjögurra séu að taka enda hafa fleiri verið að blanda sér í baráttuna um titlana á risamótunum.Djokovic getur unnið sitt sjöunda risamót um helgina.Vísir/GettyUm tíma á miðvikudaginn leit út fyrir að enginn hinna fjögurra stóru kæmust í undanúrslitin á Wimbledon. Rafael Nadal hafði þá fallið úr leik gegn nítján ára ástrala, Nick Kyrgios, og Andy Murray, ríkjandi Wimbledon-meistari, tapaði fyrir Dimitrov. Þeir Djokovic (gegn Marin Cilic) og Federer (gegn Wawrinka) voru báðir undir í sínum viðureignum í fjórðungsúrslitum en unnu þó að lokum sigur. Á hátindi yfirburða þeirra fjögurra einokuðu þeir nánast undanúrslit stórmótanna en hægt og rólega hefur hallað undan fæti hjá þeim. Murray mun falla niður í tíunda sæti næst þegar heimslistinn verður gefinn út og Federer hefur unnið aðeins eitt risamót í síðustu sextán tilraunum (Wimbledon árið 2012). Nadal virtist aftur kominn á beinu brautina eftir meiðsli í upphafi síðasta árs en tap hans gegn Kyrgios kom tennisheiminum í opna skjöldu.Milos Raonic ætlar að ryðja Roger Federer úr vegi í dag.Vísir/GettyÁ meðan hefur ný og öflug kynslóð tennismanna komið upp og þykir af mörgum líkleg til að ryðja sér rúms innan skamms. Fulltrúar hennar á þessu móti eru þeir Dimitrov og Raonic og þeir hafa séð að það er ekki lengur óyfirstíganleg hindrun að leggja einhvern hinna stórra að velli á risamóti. „Þessir ungu strákar eru algjörlega óhræddir,“ sagði Jimmy Connors, áttfaldur risamótsmeistari, við BBC í vikunni. „Þeir blikka ekki augum og spila alltaf til sigurs.“ „Þeir minna mig á nokkra af þeim strákum sem ég ólst upp með - John McEnroe og Björn Borg. Pete Sampras kemur einnig upp í hugann.“ „Það kemur alltaf að því að við þurfum að víkja fyrir yngri mönnum. Þeir eldri eru nú að berjast fyrir sinni stöðu og þeir ungu hafa einsett sér að velta þeim af stalli. Þetta eru afar spennandi tímar.“ Tennis Tengdar fréttir Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30 Murray ætlar sér að verja titilinn Síðari keppnisvikan á stærsta tennismóti ársins, Wimbledon-mótinu, hefst í dag. 30. júní 2014 08:15 Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21 Murray úr leik á Wimbledon Meistarinn tapaði óvænt fyrir 23 ára Búlgara. 2. júlí 2014 14:42 Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00 Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05 Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Undanúrslitin í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis fara fram í dag en sýnt verður beint frá þeim á Stöð 2 Sport. Novak Djokovic, næstefsti maður heimslistans, ríður á vaðið gegn Búlgaranum Grigor Dimitrov og hefst viðureign þeirra klukkan 12.00. Að henni lokinni hefst leikur Roger Federer, sjöföldum Wimbledon-meistara, gegn Milos Ranoic. Sjálfsagt reikna flestir með því að Djokovic og Federer vinni viðureigninar næsta auðveldlega enda hafa yfirburðir þeirra, ásamt þeim Rafael Nadal og Andy Murray, verið slíkir undanfarin ár. Þessir fjórir hafa unnið öll risamót frá Opna franska meistaramótinu árið 2005 nema tvö - samtals 35 af 37 mótum. Juan Martin del Potro vann Opna bandaríska mótið árið 2009 og Stanislas Wawrinka Opna ástralska fyrr á þessu ári. Það er allt og sumt. Hins vegar er margt sem bendir til þess að yfirburðir þessara fjögurra séu að taka enda hafa fleiri verið að blanda sér í baráttuna um titlana á risamótunum.Djokovic getur unnið sitt sjöunda risamót um helgina.Vísir/GettyUm tíma á miðvikudaginn leit út fyrir að enginn hinna fjögurra stóru kæmust í undanúrslitin á Wimbledon. Rafael Nadal hafði þá fallið úr leik gegn nítján ára ástrala, Nick Kyrgios, og Andy Murray, ríkjandi Wimbledon-meistari, tapaði fyrir Dimitrov. Þeir Djokovic (gegn Marin Cilic) og Federer (gegn Wawrinka) voru báðir undir í sínum viðureignum í fjórðungsúrslitum en unnu þó að lokum sigur. Á hátindi yfirburða þeirra fjögurra einokuðu þeir nánast undanúrslit stórmótanna en hægt og rólega hefur hallað undan fæti hjá þeim. Murray mun falla niður í tíunda sæti næst þegar heimslistinn verður gefinn út og Federer hefur unnið aðeins eitt risamót í síðustu sextán tilraunum (Wimbledon árið 2012). Nadal virtist aftur kominn á beinu brautina eftir meiðsli í upphafi síðasta árs en tap hans gegn Kyrgios kom tennisheiminum í opna skjöldu.Milos Raonic ætlar að ryðja Roger Federer úr vegi í dag.Vísir/GettyÁ meðan hefur ný og öflug kynslóð tennismanna komið upp og þykir af mörgum líkleg til að ryðja sér rúms innan skamms. Fulltrúar hennar á þessu móti eru þeir Dimitrov og Raonic og þeir hafa séð að það er ekki lengur óyfirstíganleg hindrun að leggja einhvern hinna stórra að velli á risamóti. „Þessir ungu strákar eru algjörlega óhræddir,“ sagði Jimmy Connors, áttfaldur risamótsmeistari, við BBC í vikunni. „Þeir blikka ekki augum og spila alltaf til sigurs.“ „Þeir minna mig á nokkra af þeim strákum sem ég ólst upp með - John McEnroe og Björn Borg. Pete Sampras kemur einnig upp í hugann.“ „Það kemur alltaf að því að við þurfum að víkja fyrir yngri mönnum. Þeir eldri eru nú að berjast fyrir sinni stöðu og þeir ungu hafa einsett sér að velta þeim af stalli. Þetta eru afar spennandi tímar.“
Tennis Tengdar fréttir Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30 Murray ætlar sér að verja titilinn Síðari keppnisvikan á stærsta tennismóti ársins, Wimbledon-mótinu, hefst í dag. 30. júní 2014 08:15 Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21 Murray úr leik á Wimbledon Meistarinn tapaði óvænt fyrir 23 ára Búlgara. 2. júlí 2014 14:42 Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00 Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05 Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30
Murray ætlar sér að verja titilinn Síðari keppnisvikan á stærsta tennismóti ársins, Wimbledon-mótinu, hefst í dag. 30. júní 2014 08:15
Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21
Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00
Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05
Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19