LEGO-kubbar sagðir menga hug barna Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2014 13:30 Lego-leikföng með vörumerki Shell hafa verið framleidd í hálfa öld. Greenpeace-samtökin hafa ýtt úr vör alþjóðlegri herferð gegn danska leikfangaframleiðandanum Lego. Samtökin segja að með samstarfi sínu við Shell taki Lego þátt í að „menga hug barna“. Lego hafi selt leikföng í tugmilljónatali sem fegri ímynd olíufélags sem standi fyrir olíuborunum á norðurslóðum. Skora þau á Lego að slíta öll tengsl við Shell.Greenpeace sakar Lego um að „menga hug barna" með samstarfi við olíufélagið.Forstjóri Lego, Jørgen Vig Knudstorp, segir í yfirlýsingu að það sé eindregin skoðun fyrirtækisins að þetta sé mál milli Greenpeace og Shell og harmar að nafn Lego sé notað sem tæki í hverskyns ágreiningi milli samtaka. Lego gangi út frá því að Shell starfi á ábyrgan hátt hvar sem er í heiminum en grípi annars til viðeigandi ráðstafana. Hann undirstrikar að Lego muni standa við langtímasamning sinn við Shell. Samstarf Lego og Shell hefur staðið meira og minna í hálfa öld og falist í framleiðslu margskyns tegunda legokubba og leikfanga með vörumerki Shell. Þannig hefur aðdáendum þessara vinsælu kubba boðist að setja saman hluti eins og olíubíla, bensínstöðvar, olíuskip og meira að segja olíuborpalla, allt með nafni Shell. Nýlegt leikfang Lego er formúlu-kappakstursbíll með merki Shell.Shell er ekki eina vörumerkið sem nýtir sér legokubba til kynningar.Mynd/Greenpeace.Shell er langt frá því eina vörumerkið sem farið hefur á legokubba. Mörg af þekktustu fyrirtækjum heims, þar á meðal flest olíufélög, hafa nýtt sér Lego í kynningarskyni. Einnig íslensk fyrirtæki en framleiddar hafa verið Lego-leikfangaflugvélar merktar Icelandair. Meira að segja Greenpeace-samtökin eru ekki saklaus af því að notfæra sér plastkubbana vinsælu til að breiða út sinn boðskap. Þess má geta að plast er afurð olíuiðnaðarins. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Greenpeace-samtökin hafa ýtt úr vör alþjóðlegri herferð gegn danska leikfangaframleiðandanum Lego. Samtökin segja að með samstarfi sínu við Shell taki Lego þátt í að „menga hug barna“. Lego hafi selt leikföng í tugmilljónatali sem fegri ímynd olíufélags sem standi fyrir olíuborunum á norðurslóðum. Skora þau á Lego að slíta öll tengsl við Shell.Greenpeace sakar Lego um að „menga hug barna" með samstarfi við olíufélagið.Forstjóri Lego, Jørgen Vig Knudstorp, segir í yfirlýsingu að það sé eindregin skoðun fyrirtækisins að þetta sé mál milli Greenpeace og Shell og harmar að nafn Lego sé notað sem tæki í hverskyns ágreiningi milli samtaka. Lego gangi út frá því að Shell starfi á ábyrgan hátt hvar sem er í heiminum en grípi annars til viðeigandi ráðstafana. Hann undirstrikar að Lego muni standa við langtímasamning sinn við Shell. Samstarf Lego og Shell hefur staðið meira og minna í hálfa öld og falist í framleiðslu margskyns tegunda legokubba og leikfanga með vörumerki Shell. Þannig hefur aðdáendum þessara vinsælu kubba boðist að setja saman hluti eins og olíubíla, bensínstöðvar, olíuskip og meira að segja olíuborpalla, allt með nafni Shell. Nýlegt leikfang Lego er formúlu-kappakstursbíll með merki Shell.Shell er ekki eina vörumerkið sem nýtir sér legokubba til kynningar.Mynd/Greenpeace.Shell er langt frá því eina vörumerkið sem farið hefur á legokubba. Mörg af þekktustu fyrirtækjum heims, þar á meðal flest olíufélög, hafa nýtt sér Lego í kynningarskyni. Einnig íslensk fyrirtæki en framleiddar hafa verið Lego-leikfangaflugvélar merktar Icelandair. Meira að segja Greenpeace-samtökin eru ekki saklaus af því að notfæra sér plastkubbana vinsælu til að breiða út sinn boðskap. Þess má geta að plast er afurð olíuiðnaðarins.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira