Kjörsókn hamfarir fyrir lýðræðið í landinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. júní 2014 01:51 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. „Þetta eru mjög dramatískar kosningar, þær eru allt öðruvísi heldur en við áttum von á. Kjörsóknin er auðvitað eitthvað það magnaðasta fall sem við höfum nokkurn tímann séð og lýsir einhverju óþoli sem við höfum aldrei nokkurn tímann upplifað áður í stjórnmálum á Íslandi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í viðtali við Vísi um stöðuna eftir síðustu tölur í Reykjavík.Hamfarir fyrir lýðræðið Eiríkur segir fallið í kjörsókninni hreinar hamfarir fyrir lýðræðið í landinu. „Ég held að það sé ekkert ofsagt að segja það. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum.“ „Svo sjáum við náttúrulega að línurnar eru mjög breyttar frá skoðanakönnunum og það hefur auðvitað eitthvað með kjörsóknina að gera,“ segir Eiríkur.Framsókn á pari við popúlíska flokka „Framsóknarflokkurinn geysist fram á grundvelli andstöðunnar við múslima og bænahús þeirra, það er ekki neitt annað sem getur útskýrt þann uppgang. Í rauninni hefur framsóknarflokkurinn keypt þessi sæti því verði að vera álitinn flokkur á pari við svona suma þá popúlísku flokka sem að hafa náð álíka árangri í Evrópu.“ Hann sgir Samfylkinguna auðvitað vinna mikinn sigur en hún sé ekki að innleysa þann sigur sem stefndi í. „Sjálfstæðisflokkurinn er að vinna einhvers kona varnarsigur og það er líka mjög merkilegt að sjá Píratana falla - en það er auðvitað kosningaþátttakan sem útskýrir það.“„Maður var búinn að sjá það í könnunum í aðdraganda kosninga að þeir væru á mjög hraðri leið niður. Það kemur mér ekkert óvart að sjá það og það er ekkert úr takti við stjórnmálasögu íslands hvernig svona framboð þróast,“ segir Eiríkur um gengi flokkanna.Hvað gerist næst?„Ég myndi nú halda að augljósast yrði að meirihlutinn verði útvíkkaður til Vinstri grænna, held að það hljóti að verða svona fyrsta skref þannig að í sjálfu sér er ekki víst að þessar niðurstöður breyti endilega stjórninni í borginni mjög mikið en ég horfi fyrst og fremst á þátttökuna, mér finnst hún vera stóra fréttin í þessu máli. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum. Af hverju: vantraust og óþol í garð stjórnmálamanna í landinu, stjórnmálamenn hafa ekki úthald, það náttúrulega var engin kosningabarátta, hún snerist um mál sem að menn hafa ekki mikinn áhuga á, ég hef ekki hitt marga sem hafa mikinn áhuga á staðsetningu bænahúsa, samt snerist kosningabaráttan um það. Menn ná einhvern veginn ekki út, held það hafi með margt að gera, fjölmiðlaflóran er svo ótrúlega breytt, erum í miklu margbreytilegri flóru heldur en var í eina tíð. Fyrir einhverju gátu menn sagt eitthvað í sjónvarpsviðtölum sem menn heyrðu af en núna er það fámennur hópur sem fylgist með. Ætli þetta séu ekki bara Netflix áhrifin einhvern veginn,“ segir Eiríkur að lokum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
„Þetta eru mjög dramatískar kosningar, þær eru allt öðruvísi heldur en við áttum von á. Kjörsóknin er auðvitað eitthvað það magnaðasta fall sem við höfum nokkurn tímann séð og lýsir einhverju óþoli sem við höfum aldrei nokkurn tímann upplifað áður í stjórnmálum á Íslandi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í viðtali við Vísi um stöðuna eftir síðustu tölur í Reykjavík.Hamfarir fyrir lýðræðið Eiríkur segir fallið í kjörsókninni hreinar hamfarir fyrir lýðræðið í landinu. „Ég held að það sé ekkert ofsagt að segja það. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum.“ „Svo sjáum við náttúrulega að línurnar eru mjög breyttar frá skoðanakönnunum og það hefur auðvitað eitthvað með kjörsóknina að gera,“ segir Eiríkur.Framsókn á pari við popúlíska flokka „Framsóknarflokkurinn geysist fram á grundvelli andstöðunnar við múslima og bænahús þeirra, það er ekki neitt annað sem getur útskýrt þann uppgang. Í rauninni hefur framsóknarflokkurinn keypt þessi sæti því verði að vera álitinn flokkur á pari við svona suma þá popúlísku flokka sem að hafa náð álíka árangri í Evrópu.“ Hann sgir Samfylkinguna auðvitað vinna mikinn sigur en hún sé ekki að innleysa þann sigur sem stefndi í. „Sjálfstæðisflokkurinn er að vinna einhvers kona varnarsigur og það er líka mjög merkilegt að sjá Píratana falla - en það er auðvitað kosningaþátttakan sem útskýrir það.“„Maður var búinn að sjá það í könnunum í aðdraganda kosninga að þeir væru á mjög hraðri leið niður. Það kemur mér ekkert óvart að sjá það og það er ekkert úr takti við stjórnmálasögu íslands hvernig svona framboð þróast,“ segir Eiríkur um gengi flokkanna.Hvað gerist næst?„Ég myndi nú halda að augljósast yrði að meirihlutinn verði útvíkkaður til Vinstri grænna, held að það hljóti að verða svona fyrsta skref þannig að í sjálfu sér er ekki víst að þessar niðurstöður breyti endilega stjórninni í borginni mjög mikið en ég horfi fyrst og fremst á þátttökuna, mér finnst hún vera stóra fréttin í þessu máli. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum. Af hverju: vantraust og óþol í garð stjórnmálamanna í landinu, stjórnmálamenn hafa ekki úthald, það náttúrulega var engin kosningabarátta, hún snerist um mál sem að menn hafa ekki mikinn áhuga á, ég hef ekki hitt marga sem hafa mikinn áhuga á staðsetningu bænahúsa, samt snerist kosningabaráttan um það. Menn ná einhvern veginn ekki út, held það hafi með margt að gera, fjölmiðlaflóran er svo ótrúlega breytt, erum í miklu margbreytilegri flóru heldur en var í eina tíð. Fyrir einhverju gátu menn sagt eitthvað í sjónvarpsviðtölum sem menn heyrðu af en núna er það fámennur hópur sem fylgist með. Ætli þetta séu ekki bara Netflix áhrifin einhvern veginn,“ segir Eiríkur að lokum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira