Var gaman í gær? Rikka skrifar 7. júní 2014 10:00 Var gaman í gær? Mynd/getty Kannastu við það að liggja á baðherbergisgólfinu “daginn eftir” og faðma postulínið eins og ástvin sem að þú hefur ekki séð í ár og daga? Þú minnist þess að það hafi nú verið svolítið gaman í gær en vaknar upp við þá martröð sem bíður þín í dag ... þynnka. Hin ömurlega og óboðna þynnka er mætt á svæðið. Einkennin eru verkir í höfði og maga, ógleði, lystarleysi, niðurgang, þreytu, svima, kvíða, skjálfta, hjartslátt og almenn vanlíðan. Ofan á þetta bætist svo stundum vond samviska og í verstu tilfellunum eftirsjá. Af hverjum verðum við þunn? Hausverkurinn og vanlíðanin sem myndast í þynnkunni er ekkert annað en afleiðing af einskonar ofþornun í líkamanum. Ofþornunin verður vegna þess að áfengi hindrar myndum vasopressíns, hormóns sem hefur það hlutverk að halda jafnvægi á vatnsbúskapi líkamans. Við það má segja að vökvinn renni beint í gegnum okkur ásamt þeim vökva sem að líkaminn býr yfir. Til að skýra þetta frekar er gott að taka smá dæmi: Ef að einstaklingur drekkur 250 ml af bjór, losar líkaminn sig við 800-1000 ml af vökva. Í þeim umframvökva sem að líkaminn er að losa sig við eru lífsnauðsynleg steinefni og næringarefni sem annars hefðu nýst líkamanum á annan hátt. Drekktu vatn.Mynd/getty Hvað er til ráða? Besta ráðið er náttúrulega að hætta drykkju eða allavega minnka hana og drekka nóg af vatni fyrir, á meðan á drykkju stendur og daginn eftir. Upplagt er að borða banana daginn eftir en þeir eru stútfullir af kalíum sem ýtir undir jákvæð áhrif á vatnsbúskap líkamans.Egg er svo yndislegur orkugjafi og innihalda cysteine amínósýrurnar en þær hjálpa til við að brjóta niður eiturefnin sem myndast í líkamanum við áfengisdrykkju. Heilsa Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið
Kannastu við það að liggja á baðherbergisgólfinu “daginn eftir” og faðma postulínið eins og ástvin sem að þú hefur ekki séð í ár og daga? Þú minnist þess að það hafi nú verið svolítið gaman í gær en vaknar upp við þá martröð sem bíður þín í dag ... þynnka. Hin ömurlega og óboðna þynnka er mætt á svæðið. Einkennin eru verkir í höfði og maga, ógleði, lystarleysi, niðurgang, þreytu, svima, kvíða, skjálfta, hjartslátt og almenn vanlíðan. Ofan á þetta bætist svo stundum vond samviska og í verstu tilfellunum eftirsjá. Af hverjum verðum við þunn? Hausverkurinn og vanlíðanin sem myndast í þynnkunni er ekkert annað en afleiðing af einskonar ofþornun í líkamanum. Ofþornunin verður vegna þess að áfengi hindrar myndum vasopressíns, hormóns sem hefur það hlutverk að halda jafnvægi á vatnsbúskapi líkamans. Við það má segja að vökvinn renni beint í gegnum okkur ásamt þeim vökva sem að líkaminn býr yfir. Til að skýra þetta frekar er gott að taka smá dæmi: Ef að einstaklingur drekkur 250 ml af bjór, losar líkaminn sig við 800-1000 ml af vökva. Í þeim umframvökva sem að líkaminn er að losa sig við eru lífsnauðsynleg steinefni og næringarefni sem annars hefðu nýst líkamanum á annan hátt. Drekktu vatn.Mynd/getty Hvað er til ráða? Besta ráðið er náttúrulega að hætta drykkju eða allavega minnka hana og drekka nóg af vatni fyrir, á meðan á drykkju stendur og daginn eftir. Upplagt er að borða banana daginn eftir en þeir eru stútfullir af kalíum sem ýtir undir jákvæð áhrif á vatnsbúskap líkamans.Egg er svo yndislegur orkugjafi og innihalda cysteine amínósýrurnar en þær hjálpa til við að brjóta niður eiturefnin sem myndast í líkamanum við áfengisdrykkju.
Heilsa Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið