Eini Ferrari pallbíllinn Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2014 16:12 Góður fyrir iðnaðarmenn. Ferrari hefur ekki enn smíðað pallbíla, en það fannst Ultimate Wheels, sem þekkt er fyrir undarlegar breytingar á bílum, alveg ómögulegt. Bíllinn er 1989 árgerðin af Ferrari 412 og eigandi hans er eigandinn af London Motor Museum. Ekkert var til sparað við að breyta honum í pallbíl og er til að mynda pallurinn með tekkklæðningu, líkt og á alvöru lúxussnekkju. Teknir voru 30 cm ofanaf afturhluta bílsins, en pallurinn er ekki nema tæpur einn metri á lengd. Ultimate Wheels breytti ýmsu fleiru í bílnum og er hann með nýtt útblásturskerfi þar sem velja má á milli hljóðsins sem frá honum kemur, öskrandi druna beint frá öflugri vélinni eða mun hæverskari og hljóðlátari hljóms. Komið er öflugt Bang og Olufsen hljóðkerfi í bílinn og einhverra hluta vegna er komið afar einkennilegt loftinntak („scoop“) á húddið á bílnum. Hver hefur sinn smekk, en erfitt væri að viðurkenna að þessar breytingar hafi jákvæð áhrif á annars þennan fallega bíl, þó vandað hafi verið til verks. Laglegasti pallur úr tekki. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent
Ferrari hefur ekki enn smíðað pallbíla, en það fannst Ultimate Wheels, sem þekkt er fyrir undarlegar breytingar á bílum, alveg ómögulegt. Bíllinn er 1989 árgerðin af Ferrari 412 og eigandi hans er eigandinn af London Motor Museum. Ekkert var til sparað við að breyta honum í pallbíl og er til að mynda pallurinn með tekkklæðningu, líkt og á alvöru lúxussnekkju. Teknir voru 30 cm ofanaf afturhluta bílsins, en pallurinn er ekki nema tæpur einn metri á lengd. Ultimate Wheels breytti ýmsu fleiru í bílnum og er hann með nýtt útblásturskerfi þar sem velja má á milli hljóðsins sem frá honum kemur, öskrandi druna beint frá öflugri vélinni eða mun hæverskari og hljóðlátari hljóms. Komið er öflugt Bang og Olufsen hljóðkerfi í bílinn og einhverra hluta vegna er komið afar einkennilegt loftinntak („scoop“) á húddið á bílnum. Hver hefur sinn smekk, en erfitt væri að viðurkenna að þessar breytingar hafi jákvæð áhrif á annars þennan fallega bíl, þó vandað hafi verið til verks. Laglegasti pallur úr tekki.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent