Ósáttir í rússnesku umferðinni Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2014 10:46 Margt undarlegt gerist í rússneskri bílaumferð og þar eru hnefarnir gjarnan látnir útkljá málin. Í þessu myndskeiði sést þar sem ökumaður smábíls þvingar mótorhjólamann til að stöðva för sína er hann hyggst komast framhjá milli bíla. Við það brýst út mikil reiði mótorhjólamnnsins sem stekkur af hjóli sínu og uppá húdd bílsins. Þar réðist hann á bíl rangs ökumanns sem fer úr bíl sínum og slær hann niður eins og reyndur boxari. Aðrir vegfarendur horfa undrandi á aðfarirnar, en þora ekki að blandast í slagsmálin, enda ökumaður bílsins greinilega ekkert lamb að leika sér við. Ekki lætur ökumaður bílsins sér nægja að lumbra á mótorhjólamanninum, heldur leggur einnig til atlögu við mótorhjól hans og fær það sömu meðferð og bíll hans, þ.e. spörk sem ekki koma til með að fríkka hjól hans. Enn einu sinni næst það því á myndbandsvélar á mælaborði rússnesks bíls þegar deilumál er leyst með slagsmálum og virðist það ansi algent í rússneskri umferð. Því virðist ökumönnum þar mikil hætta búin er aðrir ökumenn reiðast ökulagi þeirra. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent
Margt undarlegt gerist í rússneskri bílaumferð og þar eru hnefarnir gjarnan látnir útkljá málin. Í þessu myndskeiði sést þar sem ökumaður smábíls þvingar mótorhjólamann til að stöðva för sína er hann hyggst komast framhjá milli bíla. Við það brýst út mikil reiði mótorhjólamnnsins sem stekkur af hjóli sínu og uppá húdd bílsins. Þar réðist hann á bíl rangs ökumanns sem fer úr bíl sínum og slær hann niður eins og reyndur boxari. Aðrir vegfarendur horfa undrandi á aðfarirnar, en þora ekki að blandast í slagsmálin, enda ökumaður bílsins greinilega ekkert lamb að leika sér við. Ekki lætur ökumaður bílsins sér nægja að lumbra á mótorhjólamanninum, heldur leggur einnig til atlögu við mótorhjól hans og fær það sömu meðferð og bíll hans, þ.e. spörk sem ekki koma til með að fríkka hjól hans. Enn einu sinni næst það því á myndbandsvélar á mælaborði rússnesks bíls þegar deilumál er leyst með slagsmálum og virðist það ansi algent í rússneskri umferð. Því virðist ökumönnum þar mikil hætta búin er aðrir ökumenn reiðast ökulagi þeirra.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent