Aukum lýðræði og lífsgæði í Betri Garðabæ Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 27. maí 2014 19:00 Í stóra flotta sveitarfélaginu okkar Garðabæ hefur margt gott gerst á liðnum árum, sem endurspeglar vilja og metnað íbúa. Við höfum sameinast náttúruperlunni Álftanesi, Garðabær á framúrskarandi skóla og gríðarlega góður árangur margra Garðbæinga í íþróttum er aðdáunarverður. Því má segja að fólksfjölgun og uppbygging hafi einkennt kjörtímabilið sem er að líða. En sum mál hafa orðið útundan og ekki fengið pólitískan hljómgrunn í samfélaginu okkar. Með ástúð og virðingu má gera Garðabæ að betri bæ og bæta lífsgæði með því að fegra, endurbæta og stækka fjölskylduvæn græn svæði og tryggja öruggt aðgengi íbúa að öllum svæðum bæjarins. Í litla sæta hverfinu við Silfurtún, urðu fyrir nokkru miklar deilur um deiliskipulag þess en að lokum var komið til móts við ýmsar óskir og sátt skapaðist en biðin er orðin löng eftir efndum. Eitt stærsta málið var gamla rólósvæðið við Faxatún, rólóhúsið í eigu Garðabæjar. Þrátt fyrir að húsið sé víkjandi hús á deiliskipulagi er það svo pólítískt mál að bæjaryfirvöld treysta sér ekki til að fjarlægja húsið. En íbúar Faxatúns spyrja sig hver þeirra réttur sé til fegurra umhverfis og þar með aukinna lífsgæða. Hvers vegna er ekki hlustað á skýran vilja íbúa götunnar eftir íbúaþing Faxatúns sem skilaði af sér gögnum sumarið 2013. Eftir lýðræðislega kosningu á íbúaþinginu var samhljóða vilji íbúanna að víkjandi húsið viki fyrir gróðursælum, fjölskylduvænum Bragalundi, til minningar um okkar ástsæla heiðursborgara séra Braga Friðriksson. En því miður hafa bæjaryfirvöld kosið að ljá þessu máli ekki athygli og hygla í staðin innanflokks mönnum með því að veita þeim aðgang að húsinu. Hroki og yfirgangur hefur því miður einkennt samskiptin við flokksbræður Sjálfstæðismanna í húsinu. Flokkapólitík á ekki að koma í veg fyrir umbætur og fegrun hverfa. Að halda heilu hverfi í gíslingu vegna þrjósku nokkurra flokksbæðra sem neita öðrum tilboðum um húsnæði á ekki að líðast í lýðræðislegu samfélagi. Líkt og fegrun svæða er nauðsyn, er líka nauðsynlegt að tryggja öruggan aðgang að öllum svæðum Garðabæjar. Við breytingu á skipulagi og byggingu verslunarhúsa við Litlatún hefur aðgengi barna að skóla- og íþróttasvæði bæjarins stórlega versnað. Fyrir uppbyggingu reitsins var Litlatúnið rólegt, íbúar á öllum aldri norðan við Vífilstaðaveg áttu greiða leið að Ásgarðssvæðinu. Í dag er raunin önnur. Gönguleiðin er ekki jafn örugg og brýtur því í bága við Skipulagðsreglugerð nr. 400/1998 um að „skipulagningu íbúðarsvæða skal jafnan hagað þannig að sem minnst umferð verði um húsagötur og að gönguleiðir barna að leiksvæðum, leikskólum og skólum séu öruggar“. Ný göng hafa verið teiknuð en önnur uppbygging átti greiðari samþykktarleið í skipulagsmálum. Á meðan bíða gangandi vegfarendur jafnt sem hjólreiðarmenn og vona og vona að umferð aukist ekki enn frekar á þessu svæði. Við hjá Bjartri framtíð viljum tryggja réttindi, sem felast meðal annars í því að jafnréttis sé gætt í skipulagsmálum. Við óskum eftir því að ekki sé brotið á lífsgæðum okkur vegna vangrundaðra ákvarðana og hagsmunagæslu. Byggjum fallegan, litskrúðugan, fjölbreyttan bæ með umhverfis- og fjölskylduvænum görðum í öllum hverfum og gefum íbúum þannig tækifæri til að tengjast og blómstra með náttúrunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í stóra flotta sveitarfélaginu okkar Garðabæ hefur margt gott gerst á liðnum árum, sem endurspeglar vilja og metnað íbúa. Við höfum sameinast náttúruperlunni Álftanesi, Garðabær á framúrskarandi skóla og gríðarlega góður árangur margra Garðbæinga í íþróttum er aðdáunarverður. Því má segja að fólksfjölgun og uppbygging hafi einkennt kjörtímabilið sem er að líða. En sum mál hafa orðið útundan og ekki fengið pólitískan hljómgrunn í samfélaginu okkar. Með ástúð og virðingu má gera Garðabæ að betri bæ og bæta lífsgæði með því að fegra, endurbæta og stækka fjölskylduvæn græn svæði og tryggja öruggt aðgengi íbúa að öllum svæðum bæjarins. Í litla sæta hverfinu við Silfurtún, urðu fyrir nokkru miklar deilur um deiliskipulag þess en að lokum var komið til móts við ýmsar óskir og sátt skapaðist en biðin er orðin löng eftir efndum. Eitt stærsta málið var gamla rólósvæðið við Faxatún, rólóhúsið í eigu Garðabæjar. Þrátt fyrir að húsið sé víkjandi hús á deiliskipulagi er það svo pólítískt mál að bæjaryfirvöld treysta sér ekki til að fjarlægja húsið. En íbúar Faxatúns spyrja sig hver þeirra réttur sé til fegurra umhverfis og þar með aukinna lífsgæða. Hvers vegna er ekki hlustað á skýran vilja íbúa götunnar eftir íbúaþing Faxatúns sem skilaði af sér gögnum sumarið 2013. Eftir lýðræðislega kosningu á íbúaþinginu var samhljóða vilji íbúanna að víkjandi húsið viki fyrir gróðursælum, fjölskylduvænum Bragalundi, til minningar um okkar ástsæla heiðursborgara séra Braga Friðriksson. En því miður hafa bæjaryfirvöld kosið að ljá þessu máli ekki athygli og hygla í staðin innanflokks mönnum með því að veita þeim aðgang að húsinu. Hroki og yfirgangur hefur því miður einkennt samskiptin við flokksbræður Sjálfstæðismanna í húsinu. Flokkapólitík á ekki að koma í veg fyrir umbætur og fegrun hverfa. Að halda heilu hverfi í gíslingu vegna þrjósku nokkurra flokksbæðra sem neita öðrum tilboðum um húsnæði á ekki að líðast í lýðræðislegu samfélagi. Líkt og fegrun svæða er nauðsyn, er líka nauðsynlegt að tryggja öruggan aðgang að öllum svæðum Garðabæjar. Við breytingu á skipulagi og byggingu verslunarhúsa við Litlatún hefur aðgengi barna að skóla- og íþróttasvæði bæjarins stórlega versnað. Fyrir uppbyggingu reitsins var Litlatúnið rólegt, íbúar á öllum aldri norðan við Vífilstaðaveg áttu greiða leið að Ásgarðssvæðinu. Í dag er raunin önnur. Gönguleiðin er ekki jafn örugg og brýtur því í bága við Skipulagðsreglugerð nr. 400/1998 um að „skipulagningu íbúðarsvæða skal jafnan hagað þannig að sem minnst umferð verði um húsagötur og að gönguleiðir barna að leiksvæðum, leikskólum og skólum séu öruggar“. Ný göng hafa verið teiknuð en önnur uppbygging átti greiðari samþykktarleið í skipulagsmálum. Á meðan bíða gangandi vegfarendur jafnt sem hjólreiðarmenn og vona og vona að umferð aukist ekki enn frekar á þessu svæði. Við hjá Bjartri framtíð viljum tryggja réttindi, sem felast meðal annars í því að jafnréttis sé gætt í skipulagsmálum. Við óskum eftir því að ekki sé brotið á lífsgæðum okkur vegna vangrundaðra ákvarðana og hagsmunagæslu. Byggjum fallegan, litskrúðugan, fjölbreyttan bæ með umhverfis- og fjölskylduvænum görðum í öllum hverfum og gefum íbúum þannig tækifæri til að tengjast og blómstra með náttúrunni.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar