Vísindamenn fá aðgang að öllum tístum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2014 15:23 Áhugavert verður að sjá hvort íslenskir vísindamenn fari að fordæmi erlendra kollega sinna. VISIR/AFP Twitter mun veita vísindamönnum aðgang að öllum tístum notenda vefsins. Þetta kemur fram í frétt Scientific American um málið. Það þýðir þó ekki að vísindamenn hafi ekki nýtt sér miðilinn við rannsóknir sínar. Þeir hafa meðal annars hannað reiknirit sem metur líkur á fæðingarþunglyndi með því að lesa geðsveiflur úr tístum þungaðra kvenna og kannað útbreiðslu jarðskjálfta eftir dreifingu tísta. Fram til þessa hafa vísindamenn einungis haft aðgang að takmörkuðum fjölda tísta. Þrátt fyrir að Twitter-aðgangar flestra notenda vefsins séu opnir hafa vísindamenn þurft að reiða sig á viðmót sem veitir þeim einungis aðgang að um einu prósenti allra tísta. Á þessu verður nú breyting til batnaðar fyrir vísindamenn sem gefst nú tækifæri á að rannsaka flóknari og enn sérhæfðari viðfangsefni og leiddar eru líkur að því enn fleiri rannsakendur muni nú færa sér vefinn í nyt. Þessa ákvörðun forráðamanna Twitter vekur þó upp áhugverðar vísindasiðfræðilegar spurningar, sérstaklega í ljósi þess að fæstir tístendur gera ráð fyrir því að skoðanir þeirra í 140 stafbilum séu hagnýttar í rannsóknarskyni. Til þess að svara þessum spurningum hafa vísindamenn frá Virgina Tech háskólanum lagt fram leiðarvísi í tístrannsóknum. Þar er meðal annars kveðið á um að tístendur séu aldrei nafngreindir og að allar rannsóknir séu gerðar opinberar. Notendur Twitter tísta um fimm hundruð milljón sinnum daglega og því ljóst að vísindamennirnir hafa úr miklum upplýsingum að moða. Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Twitter mun veita vísindamönnum aðgang að öllum tístum notenda vefsins. Þetta kemur fram í frétt Scientific American um málið. Það þýðir þó ekki að vísindamenn hafi ekki nýtt sér miðilinn við rannsóknir sínar. Þeir hafa meðal annars hannað reiknirit sem metur líkur á fæðingarþunglyndi með því að lesa geðsveiflur úr tístum þungaðra kvenna og kannað útbreiðslu jarðskjálfta eftir dreifingu tísta. Fram til þessa hafa vísindamenn einungis haft aðgang að takmörkuðum fjölda tísta. Þrátt fyrir að Twitter-aðgangar flestra notenda vefsins séu opnir hafa vísindamenn þurft að reiða sig á viðmót sem veitir þeim einungis aðgang að um einu prósenti allra tísta. Á þessu verður nú breyting til batnaðar fyrir vísindamenn sem gefst nú tækifæri á að rannsaka flóknari og enn sérhæfðari viðfangsefni og leiddar eru líkur að því enn fleiri rannsakendur muni nú færa sér vefinn í nyt. Þessa ákvörðun forráðamanna Twitter vekur þó upp áhugverðar vísindasiðfræðilegar spurningar, sérstaklega í ljósi þess að fæstir tístendur gera ráð fyrir því að skoðanir þeirra í 140 stafbilum séu hagnýttar í rannsóknarskyni. Til þess að svara þessum spurningum hafa vísindamenn frá Virgina Tech háskólanum lagt fram leiðarvísi í tístrannsóknum. Þar er meðal annars kveðið á um að tístendur séu aldrei nafngreindir og að allar rannsóknir séu gerðar opinberar. Notendur Twitter tísta um fimm hundruð milljón sinnum daglega og því ljóst að vísindamennirnir hafa úr miklum upplýsingum að moða.
Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira