Ferrari Steve McQueen til sölu Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2014 09:59 Ferrari bíll Steve McQueen. Þegar Steve McQueen stóð í ströngu við upptökur á Bullitt myndinni í San Francisco árið 1967 fann hann sér þó tíma til að kaupa sér þennan Ferrari 275 GTB/4 bíl, enda fátt annað sæmandi töffara eins og honum. Bílinn keypti hann nýjan og er hann af árgerð 1967. Búið er að gera bílinn upp af mikilli vandvirkni og er hann sem nýr. Þessi bíll verður seldur á árlegu uppboði bíladaganna á Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu í ágúst í sumar. Búist er við því að fyrir hann fáist mjög hátt verð og vegur þar eigendasaga bílsins mikið. Steve McQueen var svalasti karlleikari sjöunda áratugar síðustu aldar og Bullitt myndin ein sú frægast sem hann lék í. Í mynbinni ók Steve McQueen um á Ford Mustang bíl og í henni er einn frægasti bílakappakstur bíósögunnar. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent
Þegar Steve McQueen stóð í ströngu við upptökur á Bullitt myndinni í San Francisco árið 1967 fann hann sér þó tíma til að kaupa sér þennan Ferrari 275 GTB/4 bíl, enda fátt annað sæmandi töffara eins og honum. Bílinn keypti hann nýjan og er hann af árgerð 1967. Búið er að gera bílinn upp af mikilli vandvirkni og er hann sem nýr. Þessi bíll verður seldur á árlegu uppboði bíladaganna á Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu í ágúst í sumar. Búist er við því að fyrir hann fáist mjög hátt verð og vegur þar eigendasaga bílsins mikið. Steve McQueen var svalasti karlleikari sjöunda áratugar síðustu aldar og Bullitt myndin ein sú frægast sem hann lék í. Í mynbinni ók Steve McQueen um á Ford Mustang bíl og í henni er einn frægasti bílakappakstur bíósögunnar.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent