Íslenskur strákur með forstjóralaun á Facebook Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. maí 2014 08:00 Heimir vann áður í álverinu á Reyðarfirði en er nú kominn á Facebook. Heimir Arnfinnsson, 28 ára Reyðfirðingur, fékk nóg að vinna í álverinu og aflar sér nú tekna á netinu. Heimir hefur það fínt og segir hann tekjurnar af netinu duga vel til þess að halda fjölskyldunni sinni uppi. „Ég vil kannski ekki nefna neina upphæð. En þetta er alveg farið að slaga upp í forstjóralaun,“ segir Heimir í spjalli við blaðamann Vísis og bætir við: „Konan mín er leikskólakennari og launin þar eru því miður ekkert sérstök. En við höfum það mjög fínt." Heimir þénar peninga með því að kaupa auglýsingar á Facebook og selur tilteknum markhópum vörur. „Maður getur fundið markhópa á mjög nákvæman hátt í gegnum auglýsingar á Facebook. Til dæmis getur maður auglýst hjá mæðrum slökkviliðsmanna. Og ég læt framleiða vörur, til dæmis boli með slagorðum slökkviliðsmanna, og auglýsi þá í þessum þrönga markhópi. Ég læt framleiða bolina erlendis og sendi þá um allan heim. En fyrst og fremst herja ég á Bandaríkjamarkað,“ útskýrir hann. Heimir stundar ýmiskonar önnur viðskipti á netinu. „Ég er alltaf að finna mér ný verkefni, alltaf að reyna að læra nýja hluti. Það er gríðarlega mikilvægt.“Facebook er lykillinEn Facebook er lykillinn að velgengni Heimis. „Ég kaupi allskonar auglýsingar á Facebook. Til dæmis auglýsi ég heimasíður sem ég held úti. Og á heimasíðunum sel ég auglýsingapláss. Með því að auglýsa síðurnar fæ ég aukna umferð,“ segir hann. Heimir er ekki með neina starfsmenn í kringum reksturinn sinn. „Nei, en ég kaupi mikla vinnu. Það eru einskonar markaðstorg um allt á netinu. Maður getur auglýst eftir grafískum hönnuðum, forriturum og fólki til að skrifa greinar. Ég nýti mér þetta allt til þess að varan mín verði sem best, hvort sem það eru heimasíður eða bolir.“ „Ég stunda líka markaðssetnginu á ákveðnum vörum og er einskonar milliliður fyrir söluaðila. Til dæmis auglýsi ég kannski fæðubótaefni og tek við pöntunum frá áhugasömu fólki. Síðan kem ég þeim pöntunum áfram á söluaðila og fé prósentu. Þetta geri ég allt í gegnum netið.“Byrjaði allt á GoogleHeimir vann áður í álverinu á Reyðarfirði en langaði í auknar tekjur. Eftir eina kvöldvaktina í álverinu kom hann heim og ákvað að „gúggla“ hvað hann ætti að gera. „Ég settist við tölvuna og skrifaði „How to make money online?“ og fletti upp í Google. Þetta var á 23 ára afmælisdeginum mínum. Ég hugsaði með mér að ég vildi ekki vinna í álverinu til æviloka og ákvað að prófa þetta.“ Heimir reyndi ýmislegt af því sem honum var ráðlagt á Google, en það skilaði ekki tilætluðum árangri. „Ég var alveg eitt og hálft eða tvö ár að prófa mig áfram. Ég kom þá heim af vöktum og fór beint í tölvuna. Svo árið 2011 var ég farinn að þéna nógu mikið til þess að geta hætt að vinna í álverinu,“ rifjar hann upp og heldur áfram: „Þetta var farið að taka svo mikinn tíma frá mér, vinnan í álverinu og á netinu. Ég var á tólf tíma vöktum í álverinu og tók gjarnan aukavaktir. Ofan á þetta bættist svo öll vinnan á netinu. Þetta var bara orðið of mikið. Ég sá fram á að hafa það gott með því að einbeita mér að netinu og lét því til skarar skríða. Þá tók ég líka stökk í innkomu.“Sveigjanlegur og mætir sexEn þetta er ekki auðveld vinna, markaðssetning á netinu, segir Heimir. Hann þarf að hafa fyrir hlutunum. „Þetta er rosalega mikil vinna. Ég mæti á skrifstofuna mína um sex á morgnanna og er stundum þar til sex á kvöldin. Svo fæ ég líka hugmyndir sem ég vil keyra áfram og þá er ég á fullu á kvöldin líka.“ Heimir segir mikilvægt að vera sveigjanlegur ef maður ætlar að þéna vel á netinu. „Maður þarf að vera opinn fyrir að prófa nýja hluti og opinn fyrir tækninýjungum. Ég einbeiti mér ekki að einhverjum einum hlut, eða einum markaði. Ég er alltaf að leita nýrra leiða til þess að þéna. Ég er til dæmis kominn út í gjaldeyrisviðskipti til þess að fjölga tekjulindum.“Tekur ekki þátt í lífsgæðakapphlaupiÞó Heimir og fjölskylda hans hafi það gott vill hann ekki taka þátt í neinu kapphlaupi. „Við búum í parhúsi og ökum ekki um á nýjum bílum. Ég vil frekar beina sjónum mínum að fjárfestingum sem gefa eitthvað af sér. Ég reyni líka að vera duglegur að gefa til góðgerðamála. Og ég hef tekið eftir því að því meira sem ég gef, því meira þéna ég.“ Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Heimir Arnfinnsson, 28 ára Reyðfirðingur, fékk nóg að vinna í álverinu og aflar sér nú tekna á netinu. Heimir hefur það fínt og segir hann tekjurnar af netinu duga vel til þess að halda fjölskyldunni sinni uppi. „Ég vil kannski ekki nefna neina upphæð. En þetta er alveg farið að slaga upp í forstjóralaun,“ segir Heimir í spjalli við blaðamann Vísis og bætir við: „Konan mín er leikskólakennari og launin þar eru því miður ekkert sérstök. En við höfum það mjög fínt." Heimir þénar peninga með því að kaupa auglýsingar á Facebook og selur tilteknum markhópum vörur. „Maður getur fundið markhópa á mjög nákvæman hátt í gegnum auglýsingar á Facebook. Til dæmis getur maður auglýst hjá mæðrum slökkviliðsmanna. Og ég læt framleiða vörur, til dæmis boli með slagorðum slökkviliðsmanna, og auglýsi þá í þessum þrönga markhópi. Ég læt framleiða bolina erlendis og sendi þá um allan heim. En fyrst og fremst herja ég á Bandaríkjamarkað,“ útskýrir hann. Heimir stundar ýmiskonar önnur viðskipti á netinu. „Ég er alltaf að finna mér ný verkefni, alltaf að reyna að læra nýja hluti. Það er gríðarlega mikilvægt.“Facebook er lykillinEn Facebook er lykillinn að velgengni Heimis. „Ég kaupi allskonar auglýsingar á Facebook. Til dæmis auglýsi ég heimasíður sem ég held úti. Og á heimasíðunum sel ég auglýsingapláss. Með því að auglýsa síðurnar fæ ég aukna umferð,“ segir hann. Heimir er ekki með neina starfsmenn í kringum reksturinn sinn. „Nei, en ég kaupi mikla vinnu. Það eru einskonar markaðstorg um allt á netinu. Maður getur auglýst eftir grafískum hönnuðum, forriturum og fólki til að skrifa greinar. Ég nýti mér þetta allt til þess að varan mín verði sem best, hvort sem það eru heimasíður eða bolir.“ „Ég stunda líka markaðssetnginu á ákveðnum vörum og er einskonar milliliður fyrir söluaðila. Til dæmis auglýsi ég kannski fæðubótaefni og tek við pöntunum frá áhugasömu fólki. Síðan kem ég þeim pöntunum áfram á söluaðila og fé prósentu. Þetta geri ég allt í gegnum netið.“Byrjaði allt á GoogleHeimir vann áður í álverinu á Reyðarfirði en langaði í auknar tekjur. Eftir eina kvöldvaktina í álverinu kom hann heim og ákvað að „gúggla“ hvað hann ætti að gera. „Ég settist við tölvuna og skrifaði „How to make money online?“ og fletti upp í Google. Þetta var á 23 ára afmælisdeginum mínum. Ég hugsaði með mér að ég vildi ekki vinna í álverinu til æviloka og ákvað að prófa þetta.“ Heimir reyndi ýmislegt af því sem honum var ráðlagt á Google, en það skilaði ekki tilætluðum árangri. „Ég var alveg eitt og hálft eða tvö ár að prófa mig áfram. Ég kom þá heim af vöktum og fór beint í tölvuna. Svo árið 2011 var ég farinn að þéna nógu mikið til þess að geta hætt að vinna í álverinu,“ rifjar hann upp og heldur áfram: „Þetta var farið að taka svo mikinn tíma frá mér, vinnan í álverinu og á netinu. Ég var á tólf tíma vöktum í álverinu og tók gjarnan aukavaktir. Ofan á þetta bættist svo öll vinnan á netinu. Þetta var bara orðið of mikið. Ég sá fram á að hafa það gott með því að einbeita mér að netinu og lét því til skarar skríða. Þá tók ég líka stökk í innkomu.“Sveigjanlegur og mætir sexEn þetta er ekki auðveld vinna, markaðssetning á netinu, segir Heimir. Hann þarf að hafa fyrir hlutunum. „Þetta er rosalega mikil vinna. Ég mæti á skrifstofuna mína um sex á morgnanna og er stundum þar til sex á kvöldin. Svo fæ ég líka hugmyndir sem ég vil keyra áfram og þá er ég á fullu á kvöldin líka.“ Heimir segir mikilvægt að vera sveigjanlegur ef maður ætlar að þéna vel á netinu. „Maður þarf að vera opinn fyrir að prófa nýja hluti og opinn fyrir tækninýjungum. Ég einbeiti mér ekki að einhverjum einum hlut, eða einum markaði. Ég er alltaf að leita nýrra leiða til þess að þéna. Ég er til dæmis kominn út í gjaldeyrisviðskipti til þess að fjölga tekjulindum.“Tekur ekki þátt í lífsgæðakapphlaupiÞó Heimir og fjölskylda hans hafi það gott vill hann ekki taka þátt í neinu kapphlaupi. „Við búum í parhúsi og ökum ekki um á nýjum bílum. Ég vil frekar beina sjónum mínum að fjárfestingum sem gefa eitthvað af sér. Ég reyni líka að vera duglegur að gefa til góðgerðamála. Og ég hef tekið eftir því að því meira sem ég gef, því meira þéna ég.“
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira