Nánir bræður berjast um Reykjanesbæ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. maí 2014 15:40 Gunnar og Teitur eru báðir í ellefta sæti. „Við erum báðir númer ellefu, sem er gamla númerið hans Teits í körfubolta. Ég ákvað að stríða honum aðeins,“ segir Gunnar Örlygsson, frambjóðandi í Reykjanesbæ og fyrrum Alþingismaður. Gunnar og bróðir hans Teitur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, eru báðir í framboði í bæjarstjórnarkosningum. Teitur er á lista Samfylkingarinnar og óháðra, en Gunnar er í framboði fyrir Frjálst afl. Blaðamaður Vísis ræddi við þá bræður um pólitíkina í Reykjanesbæ, hvað þeir eiga sameiginlegt í stjórnmálum og hvað ekki.Hvernig er að fara fram gegn bróður sínum í svona kosningum? „Það er nokkuð auðvelt,“ svarar Teitur og bætir við: „Það er mjög margt líkt í stefnu flokkanna, þannig lagað.“ Gunnar tekur í svipaðan streng. „Já, það má segja að við séum á sömu pólitísku hillunni. Við erum með mjög svipaðar skoðanir, en ég held að Teitur sé aðeins til vinstri við mig.“ Teitur jánkar því. „Já, ég held að það megi alveg segja það.“ Bræðurnir eru nánir. Þeir starfa saman í fyrirtæki Gunnars. Þeir léku líka körfubolta saman á árum áður. Teitur er, eins og margir vita, einn sigursælasti leikmaður í sögu íslensks körfuknattleiks en Gunnar hætti ungur að leika körfuknattleik og einbeitti sér að öðru. Teitur þjálfaði einnig Stjörnuna í tæp sex ár með góðum árangri. Nú hafa þeir báðir snúið aftur til körfuknattleiksliðs Njarðvíkur; Gunnar sem formaður og Teitur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks.Vilja ráða nýjan bæjarstjóra Þeir hafa verið duglegir að tjá sig á samfélagsmiðlum og með greinarskrifum um stöðuna í Reykjanesbæ. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vilja nýjan óháðan bæjarstjóra. „Mér er alls ekkert illa við núverandi bæjarstjóra. Ég held bara að við þurfum að fá mann sem er góður í að reka fyrirtæki eða stofnanir í fjárhagserfiðleikum,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Ég hef verið spurður hvern ég vilji í staðinn fyrir Árna Sigfússon. Við höfum ekki farið og rætt við neinn sérstaklega. En ég er spenntur fyrir mönnum eins og Birni Zoëga og Herði Arnarsyni.“ Teitur er sammála þessu: „Já, við þurfum að ráða fagmann í starfið.“ „Við þurfum að ráða einhvern sem hefur kunnáttu að reka fyrirtæki,“ bætir Gunnar við.Ánægðir með áhuga bæjarbúa Bræðurnir eru ánægðir með þann mikla áhuga sem íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt „Það er mikið af nýju fólki í framboði,“ segir Gunnar. „Já, það er mikið talað um pólitík í bænum,“ bætir Teitur við og heldur áfram: „Mér finnst þessi aukni áhugi bæjarbúa frábært mál. Ég tek eftir því að fólk er að kafa dýpra í málin.“ „Það eru tvö ný framboð í bænum og mikil hreyfing á fylginu,“ segir Gunnar. Hann bendir á að samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sé meirhlutinn fallinn. „Við í Frjálsu afli mælumst með átján prósent og tökum örugglega mikið fylgi frá Sjáflstæðisflokknum.“Eru flokkarnir ekkert ósammála? Bræðurnir virðast rosalega sammála um allt er viðkemur stjórnmálum í Reykjanesbæ. Teitur svarar því: „Mér finnst við hafa lagt mesta áherslu á umhverfismál sem hafa verið í algjörum lamasessi hér í bænum að mínu mati. Persónulega er mér líka umhugað um Hafnargötuna. Mér er annt um hana og þekki fólk sem er búið að vera að berjast við að reka verslanir þar. Það þarf að taka rosalegan slurk þar. Ég er með hugmyndir um hvernig við getum bætt ástandið þar og mun kynna þær á næstunni.“En fer það í taugarnar á þér að Gunnar ætli líka að vera í ellefta sæti? „Nei, fyrir mér er þetta bara heiður. Ég hugsa að það endi bara með því að Gunni kjósi mig líka,“ svarar Teitur og hlær. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Við erum báðir númer ellefu, sem er gamla númerið hans Teits í körfubolta. Ég ákvað að stríða honum aðeins,“ segir Gunnar Örlygsson, frambjóðandi í Reykjanesbæ og fyrrum Alþingismaður. Gunnar og bróðir hans Teitur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, eru báðir í framboði í bæjarstjórnarkosningum. Teitur er á lista Samfylkingarinnar og óháðra, en Gunnar er í framboði fyrir Frjálst afl. Blaðamaður Vísis ræddi við þá bræður um pólitíkina í Reykjanesbæ, hvað þeir eiga sameiginlegt í stjórnmálum og hvað ekki.Hvernig er að fara fram gegn bróður sínum í svona kosningum? „Það er nokkuð auðvelt,“ svarar Teitur og bætir við: „Það er mjög margt líkt í stefnu flokkanna, þannig lagað.“ Gunnar tekur í svipaðan streng. „Já, það má segja að við séum á sömu pólitísku hillunni. Við erum með mjög svipaðar skoðanir, en ég held að Teitur sé aðeins til vinstri við mig.“ Teitur jánkar því. „Já, ég held að það megi alveg segja það.“ Bræðurnir eru nánir. Þeir starfa saman í fyrirtæki Gunnars. Þeir léku líka körfubolta saman á árum áður. Teitur er, eins og margir vita, einn sigursælasti leikmaður í sögu íslensks körfuknattleiks en Gunnar hætti ungur að leika körfuknattleik og einbeitti sér að öðru. Teitur þjálfaði einnig Stjörnuna í tæp sex ár með góðum árangri. Nú hafa þeir báðir snúið aftur til körfuknattleiksliðs Njarðvíkur; Gunnar sem formaður og Teitur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks.Vilja ráða nýjan bæjarstjóra Þeir hafa verið duglegir að tjá sig á samfélagsmiðlum og með greinarskrifum um stöðuna í Reykjanesbæ. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vilja nýjan óháðan bæjarstjóra. „Mér er alls ekkert illa við núverandi bæjarstjóra. Ég held bara að við þurfum að fá mann sem er góður í að reka fyrirtæki eða stofnanir í fjárhagserfiðleikum,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Ég hef verið spurður hvern ég vilji í staðinn fyrir Árna Sigfússon. Við höfum ekki farið og rætt við neinn sérstaklega. En ég er spenntur fyrir mönnum eins og Birni Zoëga og Herði Arnarsyni.“ Teitur er sammála þessu: „Já, við þurfum að ráða fagmann í starfið.“ „Við þurfum að ráða einhvern sem hefur kunnáttu að reka fyrirtæki,“ bætir Gunnar við.Ánægðir með áhuga bæjarbúa Bræðurnir eru ánægðir með þann mikla áhuga sem íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt „Það er mikið af nýju fólki í framboði,“ segir Gunnar. „Já, það er mikið talað um pólitík í bænum,“ bætir Teitur við og heldur áfram: „Mér finnst þessi aukni áhugi bæjarbúa frábært mál. Ég tek eftir því að fólk er að kafa dýpra í málin.“ „Það eru tvö ný framboð í bænum og mikil hreyfing á fylginu,“ segir Gunnar. Hann bendir á að samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sé meirhlutinn fallinn. „Við í Frjálsu afli mælumst með átján prósent og tökum örugglega mikið fylgi frá Sjáflstæðisflokknum.“Eru flokkarnir ekkert ósammála? Bræðurnir virðast rosalega sammála um allt er viðkemur stjórnmálum í Reykjanesbæ. Teitur svarar því: „Mér finnst við hafa lagt mesta áherslu á umhverfismál sem hafa verið í algjörum lamasessi hér í bænum að mínu mati. Persónulega er mér líka umhugað um Hafnargötuna. Mér er annt um hana og þekki fólk sem er búið að vera að berjast við að reka verslanir þar. Það þarf að taka rosalegan slurk þar. Ég er með hugmyndir um hvernig við getum bætt ástandið þar og mun kynna þær á næstunni.“En fer það í taugarnar á þér að Gunnar ætli líka að vera í ellefta sæti? „Nei, fyrir mér er þetta bara heiður. Ég hugsa að það endi bara með því að Gunni kjósi mig líka,“ svarar Teitur og hlær.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent