Nissan Qashqai og Hyundai i10 seljast hraðast í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2014 14:45 Heitur – Nissan Qashqai er sá bíll sem selst hraðast í Bretlandi. Oft spá fjölmiðlar í hvaða bílar seljast mest en það er hinsvegar sjaldgæft að vöngum sé velt yfir því hvaða bílar seljast hraðast. Í Bretlandi heldur heimasíðan glassbusiness.co.uk utan um þær upplýsingar. Samkvæmt nýjustu tölum heimasíðunnar er það nýjar kynslóðir bíla sem seljast hraðast. Þar fara fremstir í flokki Nissan Qashqai og Hyundai i10 en það tekur að meðaltali 25,3 daga að selja hvern Qashqai af lager og 26,9 daga að selja hvern Hyundai i10. Það er áhugavert að skoða svona tölur, þótt íslenskt samhengi gefi þeim ekki mikið vægi. Til samanburðar má skoða þá bíla sem lengstan tíma tekur að selja í Bretlandi og er sölutíminn þá í kringum 70 til 100 dagar. Aðrir bílar sem seljast hratt í Bretlandi þessa dagana eru Volkswagen Bora, Audi Q3, Audi TT, Nissan Almera, Peugeot 2008, Audi A1, Ford Fiesta og Peugeot 3008 en fæstir af þessum bílum eru söluháir á Íslandi, nema þá helst Ford Fiesta. Vefsíðan telur að vinsældir hins splunkunýja Nissan Quashqai séu til marks um að jepplingar njóti nú aukinnar hylli. Stutt er síðan BL frumsýndi nýja Nissan Qashqai á Íslandi en þá var fjölmennt í sýningarsal þeirra að Sævarhöfða 2 og móttökurnar eflaust ekki síðri en á Bretlandseyjum. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent
Oft spá fjölmiðlar í hvaða bílar seljast mest en það er hinsvegar sjaldgæft að vöngum sé velt yfir því hvaða bílar seljast hraðast. Í Bretlandi heldur heimasíðan glassbusiness.co.uk utan um þær upplýsingar. Samkvæmt nýjustu tölum heimasíðunnar er það nýjar kynslóðir bíla sem seljast hraðast. Þar fara fremstir í flokki Nissan Qashqai og Hyundai i10 en það tekur að meðaltali 25,3 daga að selja hvern Qashqai af lager og 26,9 daga að selja hvern Hyundai i10. Það er áhugavert að skoða svona tölur, þótt íslenskt samhengi gefi þeim ekki mikið vægi. Til samanburðar má skoða þá bíla sem lengstan tíma tekur að selja í Bretlandi og er sölutíminn þá í kringum 70 til 100 dagar. Aðrir bílar sem seljast hratt í Bretlandi þessa dagana eru Volkswagen Bora, Audi Q3, Audi TT, Nissan Almera, Peugeot 2008, Audi A1, Ford Fiesta og Peugeot 3008 en fæstir af þessum bílum eru söluháir á Íslandi, nema þá helst Ford Fiesta. Vefsíðan telur að vinsældir hins splunkunýja Nissan Quashqai séu til marks um að jepplingar njóti nú aukinnar hylli. Stutt er síðan BL frumsýndi nýja Nissan Qashqai á Íslandi en þá var fjölmennt í sýningarsal þeirra að Sævarhöfða 2 og móttökurnar eflaust ekki síðri en á Bretlandseyjum.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent