Ýmist sett Íslandsmet eða fjárhagurinn í tómu tjóni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. apríl 2014 17:39 Dagur og Halldór. Vísir/Vilhelm Deilt er um raunverulega stöðu fjármála Reykjavíkurborgar. Ársreikningar borgarsjóðs voru kynntir á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsinu í dag. Jón Gnarr borgarstjóri kynnti reikningana og í kjölfarið skiptust borgarfulltrúar á skoðunum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna, heldur því fram að reksturinn hafi verið slæmur í tíð „vinstri aflanna“ – eins og hann kallar þá flokka sem hafa verið í borgarstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, talar aftur á móti um nýtt met í skuldaniðurgreiðslum og nefnir töluna 35 milljarða í því samhengi. Báðir saka hvor annan um að segja hálfan sannleikann, með það fyrir augum að láta málin líta betur út fyrir flokk sinn. Dagur segist horfa á fjármál borgarinnar í heild sinni og telur fyrirtæki í eigu hennar með í heildarmyndinni. Halldór einblínir á stöðu borgarsjóðs og segir slæma stöðu hans vera til marks um að reksturinn sé ekki góður.Deilt um skuldir borgarsjóðs Oddvitar flokkanna deila um raunverulega skuldastöðu borgarsjóðs. Halldór bendir á að skuldir hafi hækkað um 30 prósent en á sama tíma hafi skuldaaukning annarra sveitarfélaga landsins verið um þrjú prósent að meðaltali. Þetta svipar til málflutnings Júlíus Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, á fundi borgarstjórnar í dag. Júlíus var afar harðorður í garð meirihluta borgarstjórnar. Hann sagði hann hafa hækkað skuldir, ekki haldið eignum borgarinnar nægjanlega vel við og hundsað athugasemdir borgarbúa. Hann sagði meirihlutann hafa mætt athugasemdum borgarbúa með aulabröndurum. Dagur telur að ekki sé eingöngu hægt að horfa á skuldarstöðu borgarsjóðs – fjárhagur borgarinnar og fyrirtækja í hennar eigu tengist að hans mati. „Til dæmis eru tólf af þeim sextán milljörðum sem borgarsjóður skuldar komnir til vegna láns til Orkuveitunnar.“ Dagur segir meirihlutann vera stoltan af rekstri borgarinnar og nefnir Orkuveituna sérstaklega í því samhengi. „Við lokuðum fimmtíu milljarða gati þar. Og það ættu allir að geta tekið undir að þar hafi verið unnið gott verk. Við göngum stolt frá því verki.“ Dagur bendir á að einhverjir hafi ekki haft trú á því að meirihlutanum tækist að bæta rekstur Orkuveitunnar með þessum hætti.Veltufé frá rekstriHalldór hefur birt fjölda súlurita á Facebook síðu sinni sem snúa að svokölluðu veltufé frá rekstri. Þegar hann er beðinn að útskýra það hugtak í stuttu máli svaraði hann um hæl: „Peningar í vasann.“ Af súluritum Halldórs að dæma hefur rekstur borgarsjóðs gengið betur í tíð Sjálfstæðismanna en annarra flokka undanfarin tólf ár. Dagur segir að þegar þessi súlurit séu skoðuð þurfi að taka mið af því að Sjálfstæðismenn notuðu arðgreiðslur úr Orkuveitunni til að „halda borgarsjóði á floti“. Dagur segir það ekki hafa verið ábyrga fjármálastjórn. Óhætt er að segja að oddvitarnir séu ósammála um stöðu fjármála borgarinnar og fyrirtækja hennar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46 Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Deilt er um raunverulega stöðu fjármála Reykjavíkurborgar. Ársreikningar borgarsjóðs voru kynntir á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsinu í dag. Jón Gnarr borgarstjóri kynnti reikningana og í kjölfarið skiptust borgarfulltrúar á skoðunum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna, heldur því fram að reksturinn hafi verið slæmur í tíð „vinstri aflanna“ – eins og hann kallar þá flokka sem hafa verið í borgarstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, talar aftur á móti um nýtt met í skuldaniðurgreiðslum og nefnir töluna 35 milljarða í því samhengi. Báðir saka hvor annan um að segja hálfan sannleikann, með það fyrir augum að láta málin líta betur út fyrir flokk sinn. Dagur segist horfa á fjármál borgarinnar í heild sinni og telur fyrirtæki í eigu hennar með í heildarmyndinni. Halldór einblínir á stöðu borgarsjóðs og segir slæma stöðu hans vera til marks um að reksturinn sé ekki góður.Deilt um skuldir borgarsjóðs Oddvitar flokkanna deila um raunverulega skuldastöðu borgarsjóðs. Halldór bendir á að skuldir hafi hækkað um 30 prósent en á sama tíma hafi skuldaaukning annarra sveitarfélaga landsins verið um þrjú prósent að meðaltali. Þetta svipar til málflutnings Júlíus Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, á fundi borgarstjórnar í dag. Júlíus var afar harðorður í garð meirihluta borgarstjórnar. Hann sagði hann hafa hækkað skuldir, ekki haldið eignum borgarinnar nægjanlega vel við og hundsað athugasemdir borgarbúa. Hann sagði meirihlutann hafa mætt athugasemdum borgarbúa með aulabröndurum. Dagur telur að ekki sé eingöngu hægt að horfa á skuldarstöðu borgarsjóðs – fjárhagur borgarinnar og fyrirtækja í hennar eigu tengist að hans mati. „Til dæmis eru tólf af þeim sextán milljörðum sem borgarsjóður skuldar komnir til vegna láns til Orkuveitunnar.“ Dagur segir meirihlutann vera stoltan af rekstri borgarinnar og nefnir Orkuveituna sérstaklega í því samhengi. „Við lokuðum fimmtíu milljarða gati þar. Og það ættu allir að geta tekið undir að þar hafi verið unnið gott verk. Við göngum stolt frá því verki.“ Dagur bendir á að einhverjir hafi ekki haft trú á því að meirihlutanum tækist að bæta rekstur Orkuveitunnar með þessum hætti.Veltufé frá rekstriHalldór hefur birt fjölda súlurita á Facebook síðu sinni sem snúa að svokölluðu veltufé frá rekstri. Þegar hann er beðinn að útskýra það hugtak í stuttu máli svaraði hann um hæl: „Peningar í vasann.“ Af súluritum Halldórs að dæma hefur rekstur borgarsjóðs gengið betur í tíð Sjálfstæðismanna en annarra flokka undanfarin tólf ár. Dagur segir að þegar þessi súlurit séu skoðuð þurfi að taka mið af því að Sjálfstæðismenn notuðu arðgreiðslur úr Orkuveitunni til að „halda borgarsjóði á floti“. Dagur segir það ekki hafa verið ábyrga fjármálastjórn. Óhætt er að segja að oddvitarnir séu ósammála um stöðu fjármála borgarinnar og fyrirtækja hennar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46 Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46
Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44