Samdráttur í inn- og útflutningi í Kína Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 09:36 Kínverska hagkerfið kólnar. AFP Útflutningur frá Kína dróst saman um 6,6% í mars í samaburði við mars í fyrra og svo virðist sem þetta stóra hagkerfi sé að kólna verulega. Í febrúar var enn meiri samdráttur, eða 18,1%. Innflutningur til Kína í mars minnkaði einnig um 11,3%. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2009 sem útflutningur dregst saman tvo mánuði í röð. Samdrátturinn í febrúar átti sínar skýringar en í þeim mánuði lokuðu margar verksmiðjur í Kína vegna hátíðarhalda kínversks nýárs. Minni skýringar eru á samdrættinum í mars og áttu greinendur von á að sjá aukningu bæði út- og innflutnings í þeim mánuði. Þessar nýju tölur auka á þær áhyggjur sem margir hafa haft af kínverska hagkerfinu og það er greinilega að hægja á hinum hraða vaxti þess síðustu ára. Vöruskiptajöfnuður í Kína var jákvæður um 7,7 milljarða dollara í mars, en hann var neikvæður um 23 milljarða dollara í febrúar. Spár um vöxt kínverska hagkerfisins hafa lækkað í kjölfar þessara nýju talna og er nú spáð 7,6% hagvexti. Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Útflutningur frá Kína dróst saman um 6,6% í mars í samaburði við mars í fyrra og svo virðist sem þetta stóra hagkerfi sé að kólna verulega. Í febrúar var enn meiri samdráttur, eða 18,1%. Innflutningur til Kína í mars minnkaði einnig um 11,3%. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2009 sem útflutningur dregst saman tvo mánuði í röð. Samdrátturinn í febrúar átti sínar skýringar en í þeim mánuði lokuðu margar verksmiðjur í Kína vegna hátíðarhalda kínversks nýárs. Minni skýringar eru á samdrættinum í mars og áttu greinendur von á að sjá aukningu bæði út- og innflutnings í þeim mánuði. Þessar nýju tölur auka á þær áhyggjur sem margir hafa haft af kínverska hagkerfinu og það er greinilega að hægja á hinum hraða vaxti þess síðustu ára. Vöruskiptajöfnuður í Kína var jákvæður um 7,7 milljarða dollara í mars, en hann var neikvæður um 23 milljarða dollara í febrúar. Spár um vöxt kínverska hagkerfisins hafa lækkað í kjölfar þessara nýju talna og er nú spáð 7,6% hagvexti.
Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira