Bílabúð Benna frumsýnir sportjeppann Macan Finnur Thorlacius skrifar 23. apríl 2014 09:15 Porsche Macan. Porsche Haft hefur verið á orði að sportið sé í genunum hjá Porsche enda er framleiðandinn þekktur fyrir marga af óviðjafnanlegustu sportbílum heimsins. Árið 2002 markaði Porsche sér einnig afgerandi sérstöðu í flokki lúxusjeppa með kynningu á Cayenne. Nú, tólf árum síðar, hefur þessum meistara sportbílanna tekist að sameina bestu eiginleika Porsche í nýjum bíl, sportjeppanum Macan. Bílablaðamenn hafa lofað bílinn í hástert og eru á einu máli um að Macan sverji sig rækilega í ættina. Viðtökur á markaðnum hafa og farið fram úr björtustu væntingum framleiðenda. Sem stendur er hann uppseldur víða og er t.d. 8 mánaða bið eftir honum í framleiðslulandinu Þýskalandi. Nú er sportjeppinn Macan kominn til Íslands og Bílabúð Benna frumsýnir hann á sumardaginn fyrsta 24. apríl, milli kl. 11:00 og 16:00. Macan verður einnig í öndvegi í Porsche salnum næstu dagana, ef það hentar fólki betur.Innanrými bílsins er glæsilegt. Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent
Haft hefur verið á orði að sportið sé í genunum hjá Porsche enda er framleiðandinn þekktur fyrir marga af óviðjafnanlegustu sportbílum heimsins. Árið 2002 markaði Porsche sér einnig afgerandi sérstöðu í flokki lúxusjeppa með kynningu á Cayenne. Nú, tólf árum síðar, hefur þessum meistara sportbílanna tekist að sameina bestu eiginleika Porsche í nýjum bíl, sportjeppanum Macan. Bílablaðamenn hafa lofað bílinn í hástert og eru á einu máli um að Macan sverji sig rækilega í ættina. Viðtökur á markaðnum hafa og farið fram úr björtustu væntingum framleiðenda. Sem stendur er hann uppseldur víða og er t.d. 8 mánaða bið eftir honum í framleiðslulandinu Þýskalandi. Nú er sportjeppinn Macan kominn til Íslands og Bílabúð Benna frumsýnir hann á sumardaginn fyrsta 24. apríl, milli kl. 11:00 og 16:00. Macan verður einnig í öndvegi í Porsche salnum næstu dagana, ef það hentar fólki betur.Innanrými bílsins er glæsilegt.
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent