Vigdís segir engan vanda að vinna upp fylgi á tveimur mánuðum Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2014 13:48 Vigdís vill ekki gefa neitt út um hvort hún leggi í þann slag að leiða framsóknarmenn í borginni. visir/gva Óskar Bergsson leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg sagði sig í gær frá því hlutverki. Kjördæmasamband Framsóknarflokksins, sem ber ábyrgð á framboðsmálum flokksins, fundaði í gær um málið og ekki mun liggja fyrir hver tekur við kyndlinum. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambandsins, sagði í samtali við fréttastofu að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Hann útilokaði ekki að nýr maður kæmi í hópinn til að leiða listann.Spuninn úr Samfylkingarherbúðunum Víst er að mikill vandi blasir við Framsóknarflokknum í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem verða eftir tvo mánuði; ekki síst í Reykjavíkurborg þar sem flokkurinn hefur í skoðanakönnunum verið að mælast á bilinu 2 til 3 prósent. Til þess vísaði Óskar í yfirlýsingu sinni, að flokkurinn ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda, og í ljósi þess eru uppi vangaveltur um að til að snúa því gertapaða, að því er virðist, tafli sér í hag þurfi þungavigtarmann til að leiða baráttuna. Nafn Vigdísar Hauksdóttur þingmanns og formanns fjárlaganefndar hefur verið nefnt í því sambandi og hefur Vísir heimildir fyrir því að í herbúðum Samfylkingar veðji menn á að sú verði raunin. Vigdís gefur ekki mikið fyrir þær heimildir: „Hefur einhvern tíma verið að marka spuna sem komið hefur úr Samfylkingarherbúðum? Þær herbúðir eru starfræktar til að hanna atburðarás. Það hef ég oft rekið mig á,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Hún segist ekkert geta tjáð sig um þetta mál.Framsóknarmenn séð hann svartari „Atburðirnir eru svo nýlega búnir að gerast. Ekki kominn sólarhringur. Málin eru öll í vinnslu en við þurfum að stilla hér upp sigurstranglegum lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar.“ Vigdís segir að ákvörðun Óskars hafi komið sér á óvart. „Við framsóknarmenn í Reykjavík eru ýmsu vanir. Ég hef aldrei farið af taugum út af slæmum skoðanakönnunum, það eru kosningar sem gilda. Árið 2013 fórum við úr afar slæmu skoðanakannanagengi upp í fjóra þingmenn, í Reykjavík. Þannig að þó við höngum eitthvað í kringum 2,5 prósent í borgarstjórnarfylginu núna eru það ekki úrslit kosninganna. Framboð er bara vinna og kosningadagur og talning á kjördag gildir, ekki fylgi í skoðanakönnun,“ segir Vigdís.Enginn vandi að vinna fylgi Vigdís ber þó virðingu fyrir ákvörðun Óskars. Þó framsóknarmenn í Reykjavík hafi séð það svartara þá hefur Óskar verið úti á akrinum og kannski fundið einhverja stemmningu? - spyr Vigdís sjálfa sig. „En, ég stend með Óskari sem góðum og gegnum framsóknarmanni og gagnrýni ekki ákvörðun hans.“ Enn er Vigdís spurð hvort hún ætli að gefa kost á sér til þessa verkefnis, hvort hún vísi þessu á bug? „Við skulum grípa til þess góða máltækis: Vika er langur tími í pólitík. Hvað þá tveir mánuðir? Enginn vandi að vinna fylgi á tveimur mánuðum því málefnastaða flokksins er afar sterk bæði á landsvísu og í höfuðborginni.“ Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Óskar Bergsson leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg sagði sig í gær frá því hlutverki. Kjördæmasamband Framsóknarflokksins, sem ber ábyrgð á framboðsmálum flokksins, fundaði í gær um málið og ekki mun liggja fyrir hver tekur við kyndlinum. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambandsins, sagði í samtali við fréttastofu að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Hann útilokaði ekki að nýr maður kæmi í hópinn til að leiða listann.Spuninn úr Samfylkingarherbúðunum Víst er að mikill vandi blasir við Framsóknarflokknum í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem verða eftir tvo mánuði; ekki síst í Reykjavíkurborg þar sem flokkurinn hefur í skoðanakönnunum verið að mælast á bilinu 2 til 3 prósent. Til þess vísaði Óskar í yfirlýsingu sinni, að flokkurinn ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda, og í ljósi þess eru uppi vangaveltur um að til að snúa því gertapaða, að því er virðist, tafli sér í hag þurfi þungavigtarmann til að leiða baráttuna. Nafn Vigdísar Hauksdóttur þingmanns og formanns fjárlaganefndar hefur verið nefnt í því sambandi og hefur Vísir heimildir fyrir því að í herbúðum Samfylkingar veðji menn á að sú verði raunin. Vigdís gefur ekki mikið fyrir þær heimildir: „Hefur einhvern tíma verið að marka spuna sem komið hefur úr Samfylkingarherbúðum? Þær herbúðir eru starfræktar til að hanna atburðarás. Það hef ég oft rekið mig á,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Hún segist ekkert geta tjáð sig um þetta mál.Framsóknarmenn séð hann svartari „Atburðirnir eru svo nýlega búnir að gerast. Ekki kominn sólarhringur. Málin eru öll í vinnslu en við þurfum að stilla hér upp sigurstranglegum lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar.“ Vigdís segir að ákvörðun Óskars hafi komið sér á óvart. „Við framsóknarmenn í Reykjavík eru ýmsu vanir. Ég hef aldrei farið af taugum út af slæmum skoðanakönnunum, það eru kosningar sem gilda. Árið 2013 fórum við úr afar slæmu skoðanakannanagengi upp í fjóra þingmenn, í Reykjavík. Þannig að þó við höngum eitthvað í kringum 2,5 prósent í borgarstjórnarfylginu núna eru það ekki úrslit kosninganna. Framboð er bara vinna og kosningadagur og talning á kjördag gildir, ekki fylgi í skoðanakönnun,“ segir Vigdís.Enginn vandi að vinna fylgi Vigdís ber þó virðingu fyrir ákvörðun Óskars. Þó framsóknarmenn í Reykjavík hafi séð það svartara þá hefur Óskar verið úti á akrinum og kannski fundið einhverja stemmningu? - spyr Vigdís sjálfa sig. „En, ég stend með Óskari sem góðum og gegnum framsóknarmanni og gagnrýni ekki ákvörðun hans.“ Enn er Vigdís spurð hvort hún ætli að gefa kost á sér til þessa verkefnis, hvort hún vísi þessu á bug? „Við skulum grípa til þess góða máltækis: Vika er langur tími í pólitík. Hvað þá tveir mánuðir? Enginn vandi að vinna fylgi á tveimur mánuðum því málefnastaða flokksins er afar sterk bæði á landsvísu og í höfuðborginni.“
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira