Freyr: Liðsandinn var góður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2014 17:30 Freyr og leikmenn landsliðsins fagna á Algarve. Mynd/KSÍ Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var ánægður með fjölmargt sem íslenska landsliðið vann með á æfingamótinu í Algarve fyrr í vetur. Stelpurnar okkar náðu frábærum árangri á mótinu og unnu til bronsverðlauna. Þær unnu þrjá sigra gegn sterkum liðum Noregs, Svíþjóðar og Kína. Freyr tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leiki Íslands gegn Ísrael og Möltu í næsta mánuði en þeir eru í undankeppni HM 2015. Hann nýtti tækifærið til að gera upp ferðina til Algarve. Hann benti á að 21 af þeim 23 leikmönnum sem fóru með í ferðina hafi verið í byrjunarliði Íslands í minnst einum leik og að enginn hafi spilað alla leiki Íslands. „Þar af leiðandi fóru allir leikmenn heilir heilsu aftur til sinna félagsliða sem flest eru á fullu á sínu undirbúningstímabili. Það er mikilvægt - ekki síst fyrir landsliðið þegar fram í sækir,“ sagði Freyr á fundinum í dag. Hann lagði áherslu á að vinna í föstum leikatriðum og taldi mikilvægt að lið eins og Ísland væri sterkt í þeim þætti leiksins. Þá sagði hann mikilvægt að allir leikmenn væru með skýrt hlutverk og að eftir þeim væri farið. Freyr sagði að eitt það fyrsta sem hann hefði tekið fyrir hjá landsliðinu væri öflugur og góður varnarleikur. „Ég tel mikilvægt að lið geti almennt spilað fleiri en eitt varnarafbrigði - að Ísland geti til dæmis bæði beitt „lágpressu“ og „hápressu“ í sínum varnarleik,“ sagði Freyr. „Hvað sóknarleikinn varðar taldi ég mikilvægt að við værum fær um að stjórna hraða leiksins og héldum boltanum betur. Við getum enn bætt okkur talsvert í þeim þáttum.“ Hann lagði einnig ríka áherslu á að auka leikgleðina og að liðið ynni saman sem ein heild. „Mér fannst mjög góð holning á liðinu í Portúgal og leikmenn fundu fyrir því.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var ánægður með fjölmargt sem íslenska landsliðið vann með á æfingamótinu í Algarve fyrr í vetur. Stelpurnar okkar náðu frábærum árangri á mótinu og unnu til bronsverðlauna. Þær unnu þrjá sigra gegn sterkum liðum Noregs, Svíþjóðar og Kína. Freyr tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leiki Íslands gegn Ísrael og Möltu í næsta mánuði en þeir eru í undankeppni HM 2015. Hann nýtti tækifærið til að gera upp ferðina til Algarve. Hann benti á að 21 af þeim 23 leikmönnum sem fóru með í ferðina hafi verið í byrjunarliði Íslands í minnst einum leik og að enginn hafi spilað alla leiki Íslands. „Þar af leiðandi fóru allir leikmenn heilir heilsu aftur til sinna félagsliða sem flest eru á fullu á sínu undirbúningstímabili. Það er mikilvægt - ekki síst fyrir landsliðið þegar fram í sækir,“ sagði Freyr á fundinum í dag. Hann lagði áherslu á að vinna í föstum leikatriðum og taldi mikilvægt að lið eins og Ísland væri sterkt í þeim þætti leiksins. Þá sagði hann mikilvægt að allir leikmenn væru með skýrt hlutverk og að eftir þeim væri farið. Freyr sagði að eitt það fyrsta sem hann hefði tekið fyrir hjá landsliðinu væri öflugur og góður varnarleikur. „Ég tel mikilvægt að lið geti almennt spilað fleiri en eitt varnarafbrigði - að Ísland geti til dæmis bæði beitt „lágpressu“ og „hápressu“ í sínum varnarleik,“ sagði Freyr. „Hvað sóknarleikinn varðar taldi ég mikilvægt að við værum fær um að stjórna hraða leiksins og héldum boltanum betur. Við getum enn bætt okkur talsvert í þeim þáttum.“ Hann lagði einnig ríka áherslu á að auka leikgleðina og að liðið ynni saman sem ein heild. „Mér fannst mjög góð holning á liðinu í Portúgal og leikmenn fundu fyrir því.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50