13.000 pantanir í Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2014 10:15 Þó svo að rafmagnsjepplingurinn Tesla Model X komi ekki á markað fyrr en í enda þessa árs hafa borist í hann 13.000 fyrirfram pantanir. Í Bandaríkjunum eru þær orðnar 9.900, í Evrópu 1.900, Kanada 400 og 800 í Kína. Tesla Model X er fyrsti rafmagnsjepplingurinn, fyrir utan Toyota RAV EV sem fæst aðeins í takmörkuðu magni. Tesla seldi 20.000 Model S bíla bara í Bandaríkjunum á síðasta ári, svo þessar magntölur eru ekki nýjar fyrir þennan nýja rafmagnsbílaframleiðanda frá Kaliforníu. Þegar opnað var fyrir pantanir á Tesla Model X árið 2012 bárust 500 pantanir einungis á fyrstu fjórum dögunum, að andvirði 40 milljón dollara. Það þýðir kaupverð uppá 80.000 dollara á hvern bíl, eða um 9 milljónir króna. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent
Þó svo að rafmagnsjepplingurinn Tesla Model X komi ekki á markað fyrr en í enda þessa árs hafa borist í hann 13.000 fyrirfram pantanir. Í Bandaríkjunum eru þær orðnar 9.900, í Evrópu 1.900, Kanada 400 og 800 í Kína. Tesla Model X er fyrsti rafmagnsjepplingurinn, fyrir utan Toyota RAV EV sem fæst aðeins í takmörkuðu magni. Tesla seldi 20.000 Model S bíla bara í Bandaríkjunum á síðasta ári, svo þessar magntölur eru ekki nýjar fyrir þennan nýja rafmagnsbílaframleiðanda frá Kaliforníu. Þegar opnað var fyrir pantanir á Tesla Model X árið 2012 bárust 500 pantanir einungis á fyrstu fjórum dögunum, að andvirði 40 milljón dollara. Það þýðir kaupverð uppá 80.000 dollara á hvern bíl, eða um 9 milljónir króna.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent