Toyota kaupir eigin hlutbréf Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2014 07:00 Toyota Group Pavilion tónleikahöllin. Í fyrst skipti í 5 ár keypti Toyota eigin hlutabréf á opnum markaði. Ástæðan þessa er sú að fjárhagsstaða fyrirtækisins er einkar góð, peningarnir hlaðast upp og talið er betra að ávaxta þá í vaxandi hlutabréfum en geyma þá á bankareikningi. Toyota keypti 1,9% í sjálfu sér og þurfti að punga út 400 milljörðum króna fyrir bréfin. Í enda mars lokar fjárhagsár Toyota og er búist við methagnaði, en einhver bið er í lokauppgjöri fjárhagsársins. Spáð er 2.100 milljarða króna hagnaði. Toyota ætlar að nota hluta þessara nýkeyptu bréfa til að styðja við góðgerðarmálefni og selja góðgerðarsjóðum þau á afslætti. Toyota hefur sagst ætla að greiða 30% hagnaðar síns sem arð til hluthafa og ætlar ekki að reisa neinar nýjar verksmiðjur fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári og einbeita sér að auka arðsemi þeirra sem fyrir eru. Toyota spáir því að fyrirtækið muni selja meira en 10 milljón bíla í ár, en spurningin er hvort sú sala dugi til að verða stærstir á undan Volkswagen og General Motors. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent
Í fyrst skipti í 5 ár keypti Toyota eigin hlutabréf á opnum markaði. Ástæðan þessa er sú að fjárhagsstaða fyrirtækisins er einkar góð, peningarnir hlaðast upp og talið er betra að ávaxta þá í vaxandi hlutabréfum en geyma þá á bankareikningi. Toyota keypti 1,9% í sjálfu sér og þurfti að punga út 400 milljörðum króna fyrir bréfin. Í enda mars lokar fjárhagsár Toyota og er búist við methagnaði, en einhver bið er í lokauppgjöri fjárhagsársins. Spáð er 2.100 milljarða króna hagnaði. Toyota ætlar að nota hluta þessara nýkeyptu bréfa til að styðja við góðgerðarmálefni og selja góðgerðarsjóðum þau á afslætti. Toyota hefur sagst ætla að greiða 30% hagnaðar síns sem arð til hluthafa og ætlar ekki að reisa neinar nýjar verksmiðjur fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári og einbeita sér að auka arðsemi þeirra sem fyrir eru. Toyota spáir því að fyrirtækið muni selja meira en 10 milljón bíla í ár, en spurningin er hvort sú sala dugi til að verða stærstir á undan Volkswagen og General Motors.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent