Sautján ár liðin frá dauða Biggie Smalls Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. mars 2014 10:41 Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið. Vísir/Getty Í gær voru sautján ár síðan einn þekktasti rappari sögunnar, Notorious BIG, var myrtur. Rapparinn sem var skírður Christopher Wallace, en var einnig þekktur sem Biggie Smalls, var myrtur eftir tónleika í Los Angeles 9. mars árið 1997. Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið, sem er talið tengjast stríði milli rappara frá Austur- og Vesturströnd Bandaríkjanna. Biggie Smalls er gjarnan nefndur sem „konungur New York“, þegar talað er um rapptónlist. Árið 2001 valdi tímaritið The Source hann besta rappara allra tíma. Tímaritið XXL bað helstu rappara heims að setja saman lista yfir uppáhalds rappara sína. Nafn Biggie kom oftast upp af öllum. Margir rapparar hafa minnst hans í textum sínum. Jay-Z, 50 Cent, Eminiem, Fat Joe, Game og fleiri hafa annaðhvort fjallað um Biggie í textum sínum eða endursagt hluta úr textum rapparans honum til heiðurs. Eftir hann liggja tvær breiðskífur; Ready to Die (sem kom út árið 1994) og Life After Death (sem kom út árið 1997). Eftir dauða hans hafa fjórar plötur verið gefnar úr í hans nafni; Born Again (sem kom út árið 1999), Duets: The Final Chapter (sem kom út árið 2005), The Greatest Hits (sem kom út árið 2007) og Notorious (sem kom út árið 2009). Platan Ready To Die er að mörgum talin ein besta rappplata sem gefin hefur verið út. Hann átti tvö börn, dótturina T‘yanna Wallace og soninn Christopher George Latore Wallace jr. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Juicy sem skaut Biggie upp á stjörnuhimininn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Tónlist Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Í gær voru sautján ár síðan einn þekktasti rappari sögunnar, Notorious BIG, var myrtur. Rapparinn sem var skírður Christopher Wallace, en var einnig þekktur sem Biggie Smalls, var myrtur eftir tónleika í Los Angeles 9. mars árið 1997. Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið, sem er talið tengjast stríði milli rappara frá Austur- og Vesturströnd Bandaríkjanna. Biggie Smalls er gjarnan nefndur sem „konungur New York“, þegar talað er um rapptónlist. Árið 2001 valdi tímaritið The Source hann besta rappara allra tíma. Tímaritið XXL bað helstu rappara heims að setja saman lista yfir uppáhalds rappara sína. Nafn Biggie kom oftast upp af öllum. Margir rapparar hafa minnst hans í textum sínum. Jay-Z, 50 Cent, Eminiem, Fat Joe, Game og fleiri hafa annaðhvort fjallað um Biggie í textum sínum eða endursagt hluta úr textum rapparans honum til heiðurs. Eftir hann liggja tvær breiðskífur; Ready to Die (sem kom út árið 1994) og Life After Death (sem kom út árið 1997). Eftir dauða hans hafa fjórar plötur verið gefnar úr í hans nafni; Born Again (sem kom út árið 1999), Duets: The Final Chapter (sem kom út árið 2005), The Greatest Hits (sem kom út árið 2007) og Notorious (sem kom út árið 2009). Platan Ready To Die er að mörgum talin ein besta rappplata sem gefin hefur verið út. Hann átti tvö börn, dótturina T‘yanna Wallace og soninn Christopher George Latore Wallace jr. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Juicy sem skaut Biggie upp á stjörnuhimininn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar.
Tónlist Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira