Nike áformar risasamning við Manchester United Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2014 17:06 Wayne Rooney fagnar marki um síðustu helgi. Sögur herma að Nike sé við það að skrifa undir risasamnig við knattspyrnuliðið Manchester United. Mun Nike samkvæmt honum borga því 100 milljón dollara á ári næstu 10 árin fyrir að klæðast búningum Nike. Það gerir 113 milljarða króna á þessum 10 árum. Ef af honum verður slær Manchester við öðrum liðum hvað upphæð varðar frá framleiðendum búninga. Adidas greiðir nú um helming þessarar upphæðar á ári til Real Madrid og er það stærsti samningurinn hingað til. Nike er þekkt fyrir að gera aðeins samninga við allra bestu íþróttamenn heimsins, ekki þá sem þeir telja sig hafa efni á eða séu vanmetnir. Íþróttavöruframleiðandinn Under Armour hóf til að mynda innreið sína í enska boltann með því að gera samning við Tottenham, sem hefur ekki unnið titil lengi, en vex sífellt ásmegin. Rétt er að hafa í huga að Tottenham er hærra á töflunni en Manchester United nú og margir efast reyndar um að tímasetningin á samningi Nike við Manchester United sé rétt nú. Man Utd hefur ekki lengi verið neðar á töflunni en núna. Nike, sem er bandarískt fyrirtæki gerir þennan samning ekki síst í ljósi þess að vinsældir enska boltans hafa vaxið gríðarlega í Bandaríkjunum á undanförnum árum og margir þar styðja Manchester United. Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sögur herma að Nike sé við það að skrifa undir risasamnig við knattspyrnuliðið Manchester United. Mun Nike samkvæmt honum borga því 100 milljón dollara á ári næstu 10 árin fyrir að klæðast búningum Nike. Það gerir 113 milljarða króna á þessum 10 árum. Ef af honum verður slær Manchester við öðrum liðum hvað upphæð varðar frá framleiðendum búninga. Adidas greiðir nú um helming þessarar upphæðar á ári til Real Madrid og er það stærsti samningurinn hingað til. Nike er þekkt fyrir að gera aðeins samninga við allra bestu íþróttamenn heimsins, ekki þá sem þeir telja sig hafa efni á eða séu vanmetnir. Íþróttavöruframleiðandinn Under Armour hóf til að mynda innreið sína í enska boltann með því að gera samning við Tottenham, sem hefur ekki unnið titil lengi, en vex sífellt ásmegin. Rétt er að hafa í huga að Tottenham er hærra á töflunni en Manchester United nú og margir efast reyndar um að tímasetningin á samningi Nike við Manchester United sé rétt nú. Man Utd hefur ekki lengi verið neðar á töflunni en núna. Nike, sem er bandarískt fyrirtæki gerir þennan samning ekki síst í ljósi þess að vinsældir enska boltans hafa vaxið gríðarlega í Bandaríkjunum á undanförnum árum og margir þar styðja Manchester United.
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira