Krím mun tilheyra Rússlandi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. mars 2014 11:42 Að undirritun lokinni var rússneski þjóðsöngurinn leikinn. vísir/afp Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað sáttmála við leiðtoga í Krím um að gerast formlega hluti af Rússlandi, og um að borgin Sevastópól á Krímskaga gangi einnig inn í Rússland. Þetta var gert í rússneska þinginu fyrir skömmu og að undirritun lokinni var rússneski þjóðsöngurinn leikinn. Pútín ávarpaði þingið fyrir skömmu, en á sunnudag samþykktu 97 prósent kjósenda í Krím að slíta sig frá Úkraínu og ganga inn í Rússland. Þingmennirnir klöppuðu ítrekað fyrir Pútín á milli þess sem hann talaði úr pontu. Í kjölfarið kosninganna hafa refsiaðgerðir verið boðaðar gegn þeim ráðamönnum í Rússlandi og Úkraínu sem taldir eru bera ábyrgð á þjóðaratkvæðagreiðslunni, en Bandaríkjamenn og Evrópusambandið segja hana ólöglega. Pútín sakaði Vesturveldin um tvískinnung vegna inngrips í Kósóvó árið 1999 en að á sama tíma væru aðgerðir Rússa á Krímskaga fordæmdar. Hann segir rússneska hermenn hafa verið löglega á Krímskaga fyrir kosningarnar og að herafli þeirra hafi verið aukinn, en þó aðeins upp að leyfilegu hámarki sem eru 25 þúsund hermenn.Pútín var harðorður í garð hinnar nýju ríkisstjórnar Úkraínu.vísir/afpÞá gagnrýndi Pútín stjórnarskiptin í Úkraínu harðlega, þegar fyrrverandi forseta landsins, Viktori Janúkovítsj, var steypt af stóli. Pútín sagði lykilmenn uppreisnarinnar vera „Rússafælna gyðingahatara“ og segir öfgamenn nú ráða ríkjum í Kænugarði. Hann fordæmdi inngöngu Krím í Úkraínu, sem átti sér stað árið 1954 á tímum Sovétríkjanna, og sagði hann ákvörðunina hafa verið ólýðræðislega og tekna á bak við tjöldin. Vilji íbúa á Krímskaga væri skýr, þeir vilji vera hluti af Rússlandi. „Rússland og Úkraína eru ein þjóð,“ sagði Pútín og talaði hann um að Kænugarður væri móðir rússneskra borga. „Við getum ekki án hvor annars verið,“ bætti hann við og lofaði því að Rússland myndi ávallt gæta hagsmuna Rússa í Úkraínu. Pútín gaf í skyn að rússneski herinn myndi ekki aðhafast frekar í Úkraínu en hann sagði ringulreið ríkja í landinu og að öfgamenn væru við stjórn. Þá sagðist hann vera Vesturveldunum reiður og að sér fyndist Rússlandi hafa verið stillt upp við vegg. Úkraína Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað sáttmála við leiðtoga í Krím um að gerast formlega hluti af Rússlandi, og um að borgin Sevastópól á Krímskaga gangi einnig inn í Rússland. Þetta var gert í rússneska þinginu fyrir skömmu og að undirritun lokinni var rússneski þjóðsöngurinn leikinn. Pútín ávarpaði þingið fyrir skömmu, en á sunnudag samþykktu 97 prósent kjósenda í Krím að slíta sig frá Úkraínu og ganga inn í Rússland. Þingmennirnir klöppuðu ítrekað fyrir Pútín á milli þess sem hann talaði úr pontu. Í kjölfarið kosninganna hafa refsiaðgerðir verið boðaðar gegn þeim ráðamönnum í Rússlandi og Úkraínu sem taldir eru bera ábyrgð á þjóðaratkvæðagreiðslunni, en Bandaríkjamenn og Evrópusambandið segja hana ólöglega. Pútín sakaði Vesturveldin um tvískinnung vegna inngrips í Kósóvó árið 1999 en að á sama tíma væru aðgerðir Rússa á Krímskaga fordæmdar. Hann segir rússneska hermenn hafa verið löglega á Krímskaga fyrir kosningarnar og að herafli þeirra hafi verið aukinn, en þó aðeins upp að leyfilegu hámarki sem eru 25 þúsund hermenn.Pútín var harðorður í garð hinnar nýju ríkisstjórnar Úkraínu.vísir/afpÞá gagnrýndi Pútín stjórnarskiptin í Úkraínu harðlega, þegar fyrrverandi forseta landsins, Viktori Janúkovítsj, var steypt af stóli. Pútín sagði lykilmenn uppreisnarinnar vera „Rússafælna gyðingahatara“ og segir öfgamenn nú ráða ríkjum í Kænugarði. Hann fordæmdi inngöngu Krím í Úkraínu, sem átti sér stað árið 1954 á tímum Sovétríkjanna, og sagði hann ákvörðunina hafa verið ólýðræðislega og tekna á bak við tjöldin. Vilji íbúa á Krímskaga væri skýr, þeir vilji vera hluti af Rússlandi. „Rússland og Úkraína eru ein þjóð,“ sagði Pútín og talaði hann um að Kænugarður væri móðir rússneskra borga. „Við getum ekki án hvor annars verið,“ bætti hann við og lofaði því að Rússland myndi ávallt gæta hagsmuna Rússa í Úkraínu. Pútín gaf í skyn að rússneski herinn myndi ekki aðhafast frekar í Úkraínu en hann sagði ringulreið ríkja í landinu og að öfgamenn væru við stjórn. Þá sagðist hann vera Vesturveldunum reiður og að sér fyndist Rússlandi hafa verið stillt upp við vegg.
Úkraína Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira