Misheppnuð heimsmetstilraun Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 09:21 Eins og greint var hér frá á föstudaginn síðasta ætlaði franski ökuþórinn Guerlain Chicherit að bæta heimsmetið í „langstökki“ á bíl og komast 110 metra. Metbætingin átti að fara fram á sunnudaginn í skíðabænum Tignes í Frakklandi, en vegna mikill þoku reyndi hann ekki við metið fyrr en í gær. Tilraun hans fór ekki vel að þessu sinni og lenti bíllinn á nefinu eftir stökkið langa og fór ansi margar veltur í kjölfarið. Stökkhornið virðist ekki hafa verið rétt útreiknað og því fór sem fór, en því lengri sem svona stökk eru því nákvæmara þarf hornið og hraði bílsins að vera. Þótt ótrúlegt megi telja þá slasaðist Chicherit ekki við þessi ósköp, en engu að síður var hann færður á spítala þar sem hann þurfti að dvelja síðustu nótt. Hann segist sjálfur vera við hestaheilsu og skrifar á Facebook þaðan af miklum móð. Það er með miklu ólíkindum ef aðfarirnar eru skoðaðar í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent
Eins og greint var hér frá á föstudaginn síðasta ætlaði franski ökuþórinn Guerlain Chicherit að bæta heimsmetið í „langstökki“ á bíl og komast 110 metra. Metbætingin átti að fara fram á sunnudaginn í skíðabænum Tignes í Frakklandi, en vegna mikill þoku reyndi hann ekki við metið fyrr en í gær. Tilraun hans fór ekki vel að þessu sinni og lenti bíllinn á nefinu eftir stökkið langa og fór ansi margar veltur í kjölfarið. Stökkhornið virðist ekki hafa verið rétt útreiknað og því fór sem fór, en því lengri sem svona stökk eru því nákvæmara þarf hornið og hraði bílsins að vera. Þótt ótrúlegt megi telja þá slasaðist Chicherit ekki við þessi ósköp, en engu að síður var hann færður á spítala þar sem hann þurfti að dvelja síðustu nótt. Hann segist sjálfur vera við hestaheilsu og skrifar á Facebook þaðan af miklum móð. Það er með miklu ólíkindum ef aðfarirnar eru skoðaðar í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent