Hollendingar senda þjóðlagadúett í Eurovision Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2014 14:00 Þjóðlagadúettinn The Common Linnets mun flytja lagið Calm After The Storm í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn í Danmörku 10. maí. Lagið verður frumflutt í spjallþættinum De Wereld Draait Door þann 12. mars en dúettinn skipa þau Ilse DeLange og Waylon. Í meðfylgjandi myndbroti má hlýða á tónbrot frá sveitinni. Ilse á mikilli velgengni að fagna og hefur gefið út sjö stúdíóplötur. Sex af þeim hafa komist í fyrsta sæti á hollenskum vinsældarlistum. Frumraun hennar, World of Hurt, sem kom út árið 1998, og platan Incredible frá árinu 2008 eru fimmfaldar platínuplötur. Waylon, sem heitir réttu nafni Willem Bijkerk, sló í gegn í hæfileikaþættinum Holland's Got Talent árið 2008. Í kjölfarið gaf hann út plötuna Wicked Ways árið 2009 sem komst í fimmta sæti á hollenskum vinsældarlistum. Hann tók upp listamannsnafnið Waylon til að heiðra átrúnaðargoðið sitt, bandaríska söngvarann Waylon Jennings. Tónlist Tengdar fréttir Þetta er framlag Bretlands í Eurovision Söngkonan Molly syngur lagið Children of the Universe. 4. mars 2014 11:00 Frakkar senda flippaða tvíburabræður í Eurovision Sveitin Twin Twin flytur lagið Moustache. 4. mars 2014 14:30 Tölvupopp og dramatískur dans frá Eistum Tanja er fulltrúi Eistlands í Eurovision í maí. 5. mars 2014 11:30 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þjóðlagadúettinn The Common Linnets mun flytja lagið Calm After The Storm í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn í Danmörku 10. maí. Lagið verður frumflutt í spjallþættinum De Wereld Draait Door þann 12. mars en dúettinn skipa þau Ilse DeLange og Waylon. Í meðfylgjandi myndbroti má hlýða á tónbrot frá sveitinni. Ilse á mikilli velgengni að fagna og hefur gefið út sjö stúdíóplötur. Sex af þeim hafa komist í fyrsta sæti á hollenskum vinsældarlistum. Frumraun hennar, World of Hurt, sem kom út árið 1998, og platan Incredible frá árinu 2008 eru fimmfaldar platínuplötur. Waylon, sem heitir réttu nafni Willem Bijkerk, sló í gegn í hæfileikaþættinum Holland's Got Talent árið 2008. Í kjölfarið gaf hann út plötuna Wicked Ways árið 2009 sem komst í fimmta sæti á hollenskum vinsældarlistum. Hann tók upp listamannsnafnið Waylon til að heiðra átrúnaðargoðið sitt, bandaríska söngvarann Waylon Jennings.
Tónlist Tengdar fréttir Þetta er framlag Bretlands í Eurovision Söngkonan Molly syngur lagið Children of the Universe. 4. mars 2014 11:00 Frakkar senda flippaða tvíburabræður í Eurovision Sveitin Twin Twin flytur lagið Moustache. 4. mars 2014 14:30 Tölvupopp og dramatískur dans frá Eistum Tanja er fulltrúi Eistlands í Eurovision í maí. 5. mars 2014 11:30 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þetta er framlag Bretlands í Eurovision Söngkonan Molly syngur lagið Children of the Universe. 4. mars 2014 11:00
Frakkar senda flippaða tvíburabræður í Eurovision Sveitin Twin Twin flytur lagið Moustache. 4. mars 2014 14:30
Tölvupopp og dramatískur dans frá Eistum Tanja er fulltrúi Eistlands í Eurovision í maí. 5. mars 2014 11:30
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“