Mjög auðvelt að túlka hegðun fjármálaráðherra sem kvenfyrirlitningu Árdís Ósk Steinarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 11:12 Fjármálaráðherra segir Katrínu Júlíusdóttur ítrekað að róa sig á meðan hún stendur í ræðustól. VÍSIR/VALLI „Kvenfyrirlitning er til dæmis tilhneiging til að eigna konum kvenlæga eiginleika, eiginleikum sem þykja síðri en eiginleikar sem eignaðir eru körlum. Mjög algengt viðhorf er að konur stjórnist af tilfinningum sínum og þar með sé það síðra en að gera það ekki.“ Þetta segir Vilborg Ólafsdóttir kynjafræðingur. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði Katrínu Júlíusdóttur endurtekið að róa sig meðan hún stóð í ræðustólnum í gær. Í færslu Katrínar á Facebook-síðu hennar segir orðrétt: „Bjarni sagði mèr ítrekað að róa mig á meðan ég var í stólnum og að ganga úr honum. Svona brást ég við því. Er ekki stolt af því og kannski full viðkvæm fyrir því að vera sýnd óvirðing.“ Þegar Bjarni steig næst í pontu sagði hann að það væri allt í lagi að hún hafi hreytt í sig ókvæðisorðum þegar hún steig úr ræðustólnum. „Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar þegar hún steig upp í pontu. Vilborg segir það vera hennar ágiskun að Bjarni hefði ekki haft orð á því að viðbrögð þingmannsins hafi verið allt í lagi ef um karlmann hefði verið að ræða. „Ég tel Bjarna hafa talað niður til Katrínar og mjög auðvelt sé að túlka hegðun hans sem kvenfyrirlitningu. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða neitt um hvernig hann hefði hegðað sér ef um karlmann hefði verið að ræða.“ ESB-málið Tengdar fréttir Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Skammast sín fyrir að hafa kallað fjármálaráðherra „helvítis dóna“ Katrín Júlíusdóttir segist skammast sín fyrir að hafa brugðist við framkomu fjármálaráðherra með því að hafa kallað hann „helvítis dóna.“ 26. febrúar 2014 20:06 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Kvenfyrirlitning er til dæmis tilhneiging til að eigna konum kvenlæga eiginleika, eiginleikum sem þykja síðri en eiginleikar sem eignaðir eru körlum. Mjög algengt viðhorf er að konur stjórnist af tilfinningum sínum og þar með sé það síðra en að gera það ekki.“ Þetta segir Vilborg Ólafsdóttir kynjafræðingur. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði Katrínu Júlíusdóttur endurtekið að róa sig meðan hún stóð í ræðustólnum í gær. Í færslu Katrínar á Facebook-síðu hennar segir orðrétt: „Bjarni sagði mèr ítrekað að róa mig á meðan ég var í stólnum og að ganga úr honum. Svona brást ég við því. Er ekki stolt af því og kannski full viðkvæm fyrir því að vera sýnd óvirðing.“ Þegar Bjarni steig næst í pontu sagði hann að það væri allt í lagi að hún hafi hreytt í sig ókvæðisorðum þegar hún steig úr ræðustólnum. „Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar þegar hún steig upp í pontu. Vilborg segir það vera hennar ágiskun að Bjarni hefði ekki haft orð á því að viðbrögð þingmannsins hafi verið allt í lagi ef um karlmann hefði verið að ræða. „Ég tel Bjarna hafa talað niður til Katrínar og mjög auðvelt sé að túlka hegðun hans sem kvenfyrirlitningu. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða neitt um hvernig hann hefði hegðað sér ef um karlmann hefði verið að ræða.“
ESB-málið Tengdar fréttir Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Skammast sín fyrir að hafa kallað fjármálaráðherra „helvítis dóna“ Katrín Júlíusdóttir segist skammast sín fyrir að hafa brugðist við framkomu fjármálaráðherra með því að hafa kallað hann „helvítis dóna.“ 26. febrúar 2014 20:06 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51
„Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52
Skammast sín fyrir að hafa kallað fjármálaráðherra „helvítis dóna“ Katrín Júlíusdóttir segist skammast sín fyrir að hafa brugðist við framkomu fjármálaráðherra með því að hafa kallað hann „helvítis dóna.“ 26. febrúar 2014 20:06