Heilbrigðisráðherra ræðir um fíkniefnamál Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2014 13:44 Hátt hlutfall fanga situr inni vegna fíkniefnamála. Heimdallur blæs til fundar í kvöld en þar á að ræða um fíkniefni og þá stefnu sem íslensk stjórnvöld reka í þeim efnum. Yfirskrift fundarins, sem hefst klukkan átta, er: „Er refsistefnan gegn fíkniefnum að virka?“ Að sögn hefur félagið lengi talað fyrir frjálslyndari og mannúðlegri stefnu gagnvart fíkniefnanotendum. „Við vonum að fundurinn í kvöld verði fróðlegt innlegg inn þá umræðu, en á fundinum verður lagt mat á hvort refsistefnan hafi náð tilætluðum árangri. Við búumst við fjörugum fundi í kvöld, en framsögumenn eru Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur og Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri,” segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Heimdallar. Afstaða Heimdellinga liggur fyrir: Þau þar telja refsistefnu þá sem rekin hefur verið í fíkniefnamálum hafa beðið skipbrot. Á sama tíma og refsingar í fíkniefnamálum hafa verið þyngdar hefur neysla á fíkniefnum aukist. Þá hafa samfélagsleg vandamál tengd fíkniefneyslu aukist, svo sem glæpir og heilbrigðisvandamál. Góður árangur hefur hins vegar náðst í því að minnka drykkju og reykingar unglinga án þess að grípa hafi þurft til boða og banna. Vísir hefur að undanförnu fjallað um þennan málaflokk og má meðal annars benda á ítarlegt viðtal við Pétur Þorsteinsson formann Snarrótar, sem lengi hefur talað fyrir lögleiðingu með það fyrir augum að afglæpavæða fíkniefnaneytendur. Von er á sérfræðingum til landsins til að fara í saumana á málinu. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Heimdallur blæs til fundar í kvöld en þar á að ræða um fíkniefni og þá stefnu sem íslensk stjórnvöld reka í þeim efnum. Yfirskrift fundarins, sem hefst klukkan átta, er: „Er refsistefnan gegn fíkniefnum að virka?“ Að sögn hefur félagið lengi talað fyrir frjálslyndari og mannúðlegri stefnu gagnvart fíkniefnanotendum. „Við vonum að fundurinn í kvöld verði fróðlegt innlegg inn þá umræðu, en á fundinum verður lagt mat á hvort refsistefnan hafi náð tilætluðum árangri. Við búumst við fjörugum fundi í kvöld, en framsögumenn eru Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur og Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri,” segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Heimdallar. Afstaða Heimdellinga liggur fyrir: Þau þar telja refsistefnu þá sem rekin hefur verið í fíkniefnamálum hafa beðið skipbrot. Á sama tíma og refsingar í fíkniefnamálum hafa verið þyngdar hefur neysla á fíkniefnum aukist. Þá hafa samfélagsleg vandamál tengd fíkniefneyslu aukist, svo sem glæpir og heilbrigðisvandamál. Góður árangur hefur hins vegar náðst í því að minnka drykkju og reykingar unglinga án þess að grípa hafi þurft til boða og banna. Vísir hefur að undanförnu fjallað um þennan málaflokk og má meðal annars benda á ítarlegt viðtal við Pétur Þorsteinsson formann Snarrótar, sem lengi hefur talað fyrir lögleiðingu með það fyrir augum að afglæpavæða fíkniefnaneytendur. Von er á sérfræðingum til landsins til að fara í saumana á málinu.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira