CVS drepur í: „Sígarettur eiga ekki samleið með heilbrigðisþjónustu“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. febrúar 2014 16:07 Tóbakssölu verður hætt í öllum verslunum CVS fyrir 1. október á þessu ári. vísir/getty CVS, stærsta lyfsölukeðja Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hætta að selja sígarettur og annan tóbaksvarning á þessu ári. Þetta kom fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í morgun. Tóbakssölu verður hætt í öllum verslunum keðjunnar fyrir 1. október en samtals eru verslanirnar um 7.600 talsins. Er þetta í fyrsta sinn sem svo stór söluaðili hefur ákveðið að hætta að selja tóbak í Bandaríkjunum, enda er salan afar ábatasöm. „26 þúsund lyfjafræðingar og hjúkrunarfræðingar á okkar vegum hjálpa milljónum sjúklinga á degi hverjum,“ segir Larry Merlo, framkvæmdastjóri keðjunnar. „Þeir hjálpa sjúklingum að kljást við veikindi á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og sykursýki. Allt eru þetta veikindi sem reykingar gera enn verri. Við höfum því komist að þeirri niðurstöðu að sígarettusala eigi alls ekki samleið með heilbrigðisþjónustu.“ Ákvörðunar CVS er fagnað af heilbrigðissamtökum víða um Bandaríkin en ljóst er að fyrirtækið mun verða af umtalsverðum tekjum vegna þessa, sem sagðar eru nema um tveimur milljörðum árlega. Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
CVS, stærsta lyfsölukeðja Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hætta að selja sígarettur og annan tóbaksvarning á þessu ári. Þetta kom fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í morgun. Tóbakssölu verður hætt í öllum verslunum keðjunnar fyrir 1. október en samtals eru verslanirnar um 7.600 talsins. Er þetta í fyrsta sinn sem svo stór söluaðili hefur ákveðið að hætta að selja tóbak í Bandaríkjunum, enda er salan afar ábatasöm. „26 þúsund lyfjafræðingar og hjúkrunarfræðingar á okkar vegum hjálpa milljónum sjúklinga á degi hverjum,“ segir Larry Merlo, framkvæmdastjóri keðjunnar. „Þeir hjálpa sjúklingum að kljást við veikindi á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og sykursýki. Allt eru þetta veikindi sem reykingar gera enn verri. Við höfum því komist að þeirri niðurstöðu að sígarettusala eigi alls ekki samleið með heilbrigðisþjónustu.“ Ákvörðunar CVS er fagnað af heilbrigðissamtökum víða um Bandaríkin en ljóst er að fyrirtækið mun verða af umtalsverðum tekjum vegna þessa, sem sagðar eru nema um tveimur milljörðum árlega.
Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira