Adam og Mokka hjálpa Opel Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 14:30 Opel Adam seldist vel í fyrra. Tíðin hefur ekki verið of góð hjá þýska bílasmiðnum Opel á undanförnum árum, en nú virðist rofa til með nýjum bílgerðum. Smábíllinn Opel Adam og jepplingurinn Mokka virðast ætla að skora hátt fyrir Opel og seljast þeir báðir mjög vel. Þessir tveir bílar lyftu Opel upp í markaðshlutdeild í Þýskalandi í fyrra, en það hefur ekki gerst lengi. Fór hlutdeild Opel úr 6,9% í 7,0%. Sama á við hlutdeild Opel í Evrópu allri, en hún hækkaði úr 5,59% í 5,61%. Þetta eru ekki miklar hækkanir, en vissulega spor í rétta átt hjá fyrirtæki sem hefur þurft að horfa á minnkandi hlutdeild á síðustu árum. Opel Adam seldist í 21.000 eintökum bara í Þýskalandi og var það vel umfram áætlanir. Opel er í eigu General Motors í Bandaríkjunum og þessi ágæti árangur gæti minnkað það viðvarandi tap sem verið hefur á bílasölu GM í Evrópu, sem varð til þes að GM ákvað að draga merki Chevrolet frá álfunni. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent
Tíðin hefur ekki verið of góð hjá þýska bílasmiðnum Opel á undanförnum árum, en nú virðist rofa til með nýjum bílgerðum. Smábíllinn Opel Adam og jepplingurinn Mokka virðast ætla að skora hátt fyrir Opel og seljast þeir báðir mjög vel. Þessir tveir bílar lyftu Opel upp í markaðshlutdeild í Þýskalandi í fyrra, en það hefur ekki gerst lengi. Fór hlutdeild Opel úr 6,9% í 7,0%. Sama á við hlutdeild Opel í Evrópu allri, en hún hækkaði úr 5,59% í 5,61%. Þetta eru ekki miklar hækkanir, en vissulega spor í rétta átt hjá fyrirtæki sem hefur þurft að horfa á minnkandi hlutdeild á síðustu árum. Opel Adam seldist í 21.000 eintökum bara í Þýskalandi og var það vel umfram áætlanir. Opel er í eigu General Motors í Bandaríkjunum og þessi ágæti árangur gæti minnkað það viðvarandi tap sem verið hefur á bílasölu GM í Evrópu, sem varð til þes að GM ákvað að draga merki Chevrolet frá álfunni.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent