Kína stærsti markaður Porsche í ár Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2014 11:45 Porsche Panamera á bílasýningu í Kína. Langstærsti markaður fyrir bíla í heiminum er Kína og taldi hann ríflega fjórðung allra seldra bíla á síðasta ári. Hlutdeild Kína verður að líkum enn stærri í ár. Hjá sumum framleiðendum utan Kína er sá markaður þegar orðinn stærstur og sem dæmi um það eru nær 75% allra Buick bíla seldir í Kína. Porsche á von á því að Kína verði stærsti markaður fyrirtækisins í ár og ef það skildi nú ekki gerast í ár yrði það í síðasta lagi á næsta ári. Porsche Cayenne jeppinn og Panamera limósínan, sem hvorugir teljast sem hreinræktaðir sportbílar, eru mjög vinsælir í Kína og sala þeirra telur mest í heildarsölu Porsche í Kína. Porsche áætlar að nýi bíllinn Macan verði einnig mjög vinsæll þar, en sala hans þar hefst þó ekki fyrr en í ágúst. Porsche á von á því að salan í Kína muni ná 200.000 bílum árið 2018 en salan árið 2012 nam 162.000 bílum og fór þá Kína framúr Bandaríkjunum sem stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent
Langstærsti markaður fyrir bíla í heiminum er Kína og taldi hann ríflega fjórðung allra seldra bíla á síðasta ári. Hlutdeild Kína verður að líkum enn stærri í ár. Hjá sumum framleiðendum utan Kína er sá markaður þegar orðinn stærstur og sem dæmi um það eru nær 75% allra Buick bíla seldir í Kína. Porsche á von á því að Kína verði stærsti markaður fyrirtækisins í ár og ef það skildi nú ekki gerast í ár yrði það í síðasta lagi á næsta ári. Porsche Cayenne jeppinn og Panamera limósínan, sem hvorugir teljast sem hreinræktaðir sportbílar, eru mjög vinsælir í Kína og sala þeirra telur mest í heildarsölu Porsche í Kína. Porsche áætlar að nýi bíllinn Macan verði einnig mjög vinsæll þar, en sala hans þar hefst þó ekki fyrr en í ágúst. Porsche á von á því að salan í Kína muni ná 200.000 bílum árið 2018 en salan árið 2012 nam 162.000 bílum og fór þá Kína framúr Bandaríkjunum sem stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent