Kína stærsti markaður Porsche í ár Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2014 11:45 Porsche Panamera á bílasýningu í Kína. Langstærsti markaður fyrir bíla í heiminum er Kína og taldi hann ríflega fjórðung allra seldra bíla á síðasta ári. Hlutdeild Kína verður að líkum enn stærri í ár. Hjá sumum framleiðendum utan Kína er sá markaður þegar orðinn stærstur og sem dæmi um það eru nær 75% allra Buick bíla seldir í Kína. Porsche á von á því að Kína verði stærsti markaður fyrirtækisins í ár og ef það skildi nú ekki gerast í ár yrði það í síðasta lagi á næsta ári. Porsche Cayenne jeppinn og Panamera limósínan, sem hvorugir teljast sem hreinræktaðir sportbílar, eru mjög vinsælir í Kína og sala þeirra telur mest í heildarsölu Porsche í Kína. Porsche áætlar að nýi bíllinn Macan verði einnig mjög vinsæll þar, en sala hans þar hefst þó ekki fyrr en í ágúst. Porsche á von á því að salan í Kína muni ná 200.000 bílum árið 2018 en salan árið 2012 nam 162.000 bílum og fór þá Kína framúr Bandaríkjunum sem stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent
Langstærsti markaður fyrir bíla í heiminum er Kína og taldi hann ríflega fjórðung allra seldra bíla á síðasta ári. Hlutdeild Kína verður að líkum enn stærri í ár. Hjá sumum framleiðendum utan Kína er sá markaður þegar orðinn stærstur og sem dæmi um það eru nær 75% allra Buick bíla seldir í Kína. Porsche á von á því að Kína verði stærsti markaður fyrirtækisins í ár og ef það skildi nú ekki gerast í ár yrði það í síðasta lagi á næsta ári. Porsche Cayenne jeppinn og Panamera limósínan, sem hvorugir teljast sem hreinræktaðir sportbílar, eru mjög vinsælir í Kína og sala þeirra telur mest í heildarsölu Porsche í Kína. Porsche áætlar að nýi bíllinn Macan verði einnig mjög vinsæll þar, en sala hans þar hefst þó ekki fyrr en í ágúst. Porsche á von á því að salan í Kína muni ná 200.000 bílum árið 2018 en salan árið 2012 nam 162.000 bílum og fór þá Kína framúr Bandaríkjunum sem stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent