Löggan vaktaði rappstelpur fyrir framan Alþingi Ugla Egilsdóttir skrifar 11. desember 2013 08:00 Nýja lagið fjallar meðal annars um rapparana sjálfa en í því er líka samfélagsádeila. Mynd/Arnar Steinn Friðbjarnarson „Hún stoppaði og fylgdist með okkur í dágóðan tíma til að athuga hvort við værum með einhver ólæti. Okkur fannst þetta skynsamlegt af lögreglunni,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, meðlimur í hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum. Hljómsveitin tók upp nýtt rapptónlistarmyndband fyrir framan Alþingishúsið um helgina og fylgdist lögreglan grannt með. „Við erum nefnilega hvorki kurteisar né stilltar. Lögreglan ætti með réttu að fylgjast með öllu sem við gerum. Ég get ekki farið ofan í saumana á því í þessu blaðaviðtali hvað ég er vís til að gera. Ef ég myndi gera það yrði ég handtekin samstundis. Ég hvet hins vegar lögregluna til að koma fyrir hlerunarbúnaði í einhverjum af stóru skartgripunum mínum eða gulltönnunum til þess að reyna að komast að djöfullegum fyrirætlunum mínum á svolítið skapandi lögreglulegan hátt.“ Reykjavíkurdætur eru hópur af konum sem rappa. Þær hafa staðið fyrir reglulegum uppákomum á börum að undanförnu þar sem um þrettán stelpur hafa komið fram. Tíu þeirra eiga vers í nýja laginu sem tekið var upp myndband við um síðustu helgi. Lagið er nákvæmlega sjö mínútur. Myndbandið verður frumsýnt einhvern tíma í næstu viku en nákvæm dagsetning er óvís. Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Fleiri fréttir Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Sjá meira
„Hún stoppaði og fylgdist með okkur í dágóðan tíma til að athuga hvort við værum með einhver ólæti. Okkur fannst þetta skynsamlegt af lögreglunni,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, meðlimur í hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum. Hljómsveitin tók upp nýtt rapptónlistarmyndband fyrir framan Alþingishúsið um helgina og fylgdist lögreglan grannt með. „Við erum nefnilega hvorki kurteisar né stilltar. Lögreglan ætti með réttu að fylgjast með öllu sem við gerum. Ég get ekki farið ofan í saumana á því í þessu blaðaviðtali hvað ég er vís til að gera. Ef ég myndi gera það yrði ég handtekin samstundis. Ég hvet hins vegar lögregluna til að koma fyrir hlerunarbúnaði í einhverjum af stóru skartgripunum mínum eða gulltönnunum til þess að reyna að komast að djöfullegum fyrirætlunum mínum á svolítið skapandi lögreglulegan hátt.“ Reykjavíkurdætur eru hópur af konum sem rappa. Þær hafa staðið fyrir reglulegum uppákomum á börum að undanförnu þar sem um þrettán stelpur hafa komið fram. Tíu þeirra eiga vers í nýja laginu sem tekið var upp myndband við um síðustu helgi. Lagið er nákvæmlega sjö mínútur. Myndbandið verður frumsýnt einhvern tíma í næstu viku en nákvæm dagsetning er óvís.
Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Fleiri fréttir Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein