Sigur Rós sigrar heiminn Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. desember 2013 09:00 Sigur Rós á sviði Nordicphotos/Getty Fyrir skömmu lauk stærsta tónleikaferðalagi Sigur Rósar, sem kennt er við nýjustu plötur sveitarinnar, Valtari og Kveikur. Alls spilaði sveitin á 141 tónleikum í 32 löndum. Af þessum 141 tónleikum voru 39 tónleikar á tónleikahátíðum, líkt og á Lollapalooza, iTunes festival, Coachella og á Hróarskeldu. Alls sáu um níu hundruð þúsund manns tónleika Sigur Rósar á tónleikaferðalaginu, sem stóð frá 29. júlí 2012 til 30. nóvember 2013. Þetta er jafnframt mest sótta tónleikaferðlag sveitarinnar og það stærsta að umfangi. Tónleikaferðin hófst í Fíladelfíu í Bandaríkjunum og lauk í Helsinki í Finnlandi. Þar á milli heimsótti sveitin nánast allan heiminn en eins og flestir vita er hljómsveitin dýrkuð og dáð út um allan heim. Þeir héldu stóra tónleika þann 4. nóvember árið 2012 í nýju Laugardalshöllinni, sem um átta þúsund manns sóttu. Þetta er mesti áhorfendafjöldi á tónleikum hjá íslenskum listamanni eða hljómsveit sem selt er inn á.Í Sigur Rós eru nú einungis þrír meðlimir, þeir Jón Þór Birgisson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason en auk þeirra spiluðu átta hljóðfæraleikarar með þeim á tónleikaferðalaginu og því ellefu manna hljómsveit á sviðinu. Yfirleitt var hópurinn sem ferðaðist saman á tónleikaferðalaginu um fjörutíu til fimmtíu manns, hljóðfæraleikarar og ýmsir tæknimenn. Oftast ferðaðist hópurinn um á þremur til fjórum rútum eða „tourbus“ og fylgdu honum einnig fjórir risatrukkkar sem fluttu búnaðinn á milli staða. Í Asíu og Ástralíu var hins vera frekar flogið á milli staða. Sigur Rós hefur selt um tíu milljónir platna um heim allan, ef geisla- og mynddiskasala er lögð saman. Mest selda platan er Takk, sem selst hefur í 1,5 milljónum eintaka og kom hún út árið 2005. Sem stendur er sveitin með samning hjá XL Recordings en þar eru listamenn eins og Radiohead og Adele.Það var ýmislegt sem gerðist á meðan á tónleikaferðinni stóð en sveitin vann meðal annars verðlaunin Knights Of Illumination Award fyrir sviðsmynd, lýsingu og myndbönd á tónleikaferðalaginu. Verðlaunin fengu þeir fyrir „showið“ sem slíkt en verðlaunin voru veitt í október 2013. Sigur Rós hitti hljómsveitina Metallica í San Francisco í ágúst í fyrra og fór vel á með sveitunum. Báðar sveitirnar eru aðdáendur hvor annarrar og eftir tónleikana hittust meðlimir baksviðs og áttu góða stund saman. Það ríkir mikil virðing á milli sveitanna. Sigur Rós hitti einnig hljómsveitina U2 á Írlandi. „U2-menn voru á hlið sviðsins á meðan Sigur Rós kom fram. Það var mjög fínt að spjalla við þá, þeir eru miklir tónlistaráhugamenn og þrátt fyrir alla velgengni og sigra U2, þá eru þeir bara í þessu út af tónlistinni og það sást vel hversu miklir músíkantar og músíkáhugamenn þeir eru,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar, um þá Bono og The Edge úr U2 þegar hann hitti þá á Írlandi. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fyrir skömmu lauk stærsta tónleikaferðalagi Sigur Rósar, sem kennt er við nýjustu plötur sveitarinnar, Valtari og Kveikur. Alls spilaði sveitin á 141 tónleikum í 32 löndum. Af þessum 141 tónleikum voru 39 tónleikar á tónleikahátíðum, líkt og á Lollapalooza, iTunes festival, Coachella og á Hróarskeldu. Alls sáu um níu hundruð þúsund manns tónleika Sigur Rósar á tónleikaferðalaginu, sem stóð frá 29. júlí 2012 til 30. nóvember 2013. Þetta er jafnframt mest sótta tónleikaferðlag sveitarinnar og það stærsta að umfangi. Tónleikaferðin hófst í Fíladelfíu í Bandaríkjunum og lauk í Helsinki í Finnlandi. Þar á milli heimsótti sveitin nánast allan heiminn en eins og flestir vita er hljómsveitin dýrkuð og dáð út um allan heim. Þeir héldu stóra tónleika þann 4. nóvember árið 2012 í nýju Laugardalshöllinni, sem um átta þúsund manns sóttu. Þetta er mesti áhorfendafjöldi á tónleikum hjá íslenskum listamanni eða hljómsveit sem selt er inn á.Í Sigur Rós eru nú einungis þrír meðlimir, þeir Jón Þór Birgisson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason en auk þeirra spiluðu átta hljóðfæraleikarar með þeim á tónleikaferðalaginu og því ellefu manna hljómsveit á sviðinu. Yfirleitt var hópurinn sem ferðaðist saman á tónleikaferðalaginu um fjörutíu til fimmtíu manns, hljóðfæraleikarar og ýmsir tæknimenn. Oftast ferðaðist hópurinn um á þremur til fjórum rútum eða „tourbus“ og fylgdu honum einnig fjórir risatrukkkar sem fluttu búnaðinn á milli staða. Í Asíu og Ástralíu var hins vera frekar flogið á milli staða. Sigur Rós hefur selt um tíu milljónir platna um heim allan, ef geisla- og mynddiskasala er lögð saman. Mest selda platan er Takk, sem selst hefur í 1,5 milljónum eintaka og kom hún út árið 2005. Sem stendur er sveitin með samning hjá XL Recordings en þar eru listamenn eins og Radiohead og Adele.Það var ýmislegt sem gerðist á meðan á tónleikaferðinni stóð en sveitin vann meðal annars verðlaunin Knights Of Illumination Award fyrir sviðsmynd, lýsingu og myndbönd á tónleikaferðalaginu. Verðlaunin fengu þeir fyrir „showið“ sem slíkt en verðlaunin voru veitt í október 2013. Sigur Rós hitti hljómsveitina Metallica í San Francisco í ágúst í fyrra og fór vel á með sveitunum. Báðar sveitirnar eru aðdáendur hvor annarrar og eftir tónleikana hittust meðlimir baksviðs og áttu góða stund saman. Það ríkir mikil virðing á milli sveitanna. Sigur Rós hitti einnig hljómsveitina U2 á Írlandi. „U2-menn voru á hlið sviðsins á meðan Sigur Rós kom fram. Það var mjög fínt að spjalla við þá, þeir eru miklir tónlistaráhugamenn og þrátt fyrir alla velgengni og sigra U2, þá eru þeir bara í þessu út af tónlistinni og það sást vel hversu miklir músíkantar og músíkáhugamenn þeir eru,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar, um þá Bono og The Edge úr U2 þegar hann hitti þá á Írlandi.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“